England: London

England: London

leisuregames

Ég hef heimsótt tvær spilabúðir í London.  Önnur þeirra heitir Leisure Games og er staðsett í Finchley, nánar tiltekið á 100 Ballards Lane.  Til þess að komast þangað er best að taka svörtu línuna í neðanjarðarlestakerfinu og fara út á Finchley Central.  Þaðan er svona 5-10 mínútna labb í Leisure Games.  Verslunin lætur ekki mikið yfir sér en úrvalið er gríðarlega gott.  Ég eyddi löngum tíma í að fara aftur og aftur yfir hillurnar og sá alltaf eitthvað nýtt í hvert skipti.  Þó ferðalagið taki svolítinn tíma þá er óhætt að mæla með heimsókn þangað.


View larger map

london_leisuregames01london_leisuregames02

orcsnestHin búðin er öllu meira miðsvæðis, en það er Orc’s Nest.  Sú verslun er staðsett á 6 Earlham Street sem er í göngufæri við Leicester Square.  Í Orc’s Nest er þó meiri áhersla lögð á roleplaying og miniatures heldur en spil, en eitthvað er þó til af góðum spilum.


View larger map

 london_orcsnest01london_orcsnest02

One thought on “England: London

  1. Pingback: Þróun tegundanna og smábátaútgerðBorðspil.is

Skildu eftir svar