USA: Flórída

USA: Flórída

csi-logo-new

Í Flórída er verslunin CoolStuffInc.  Þetta er ein stærsta spilapóstverslun í Bandaríkjunum og bjóða þeir spil á mjög hagstæðu verði.  Úrvalið er einnig gríðarlega gott.  Þeir senda út um allan heim, en póstkostnaður til Íslands getur verið hár.

CoolStuffInc rekur tvær verslanir í Flórída.  Önnur er í Orlando og er heimilisfangið: Cool Stuff Games, 3592 Aloma Ave. Suite 1, Winter Park, FL 32792.  Þess ber að geta að úrvalið í versluninni sjálfri er mjög takmarkað, þar eru aðeins allra algengustu titlarnir ásamt sér hillum fyrir spil á afslætti t.d. vegna beyglaðra kassa o.s.frv.  Hins vegar er hægt að panta á staðnum úr vefversluninni og fá afhent samstundis.

Í versluninni er heilmikið pláss fyrir fólk til að spila, enda eru haldin þar spilakvöld í hverri viku.  Verslunin er opin til miðnættis þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga en annars er opið til 20:00 eða 21:00.

Allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu verslunarinnar sjáfrar, CoolStuffGames.


View larger map