Frakkland: Toulouse

Frakkland: Toulouse

jeuxdemondeÍ Toulouse fann ég tvær spilabúðir, báðar nokkuð góðar.  Fyrst ber að nefna Jeux du Monde sem er í Saint-Georges Commercial Center.  Heimilisfangið er 14 Rue Maurice Fonvielle. Búðin er lítil og vel falin inni í smáverslunarmiðstöð.  Ekki auðvelt að finna hana en úrvalið var gott.


View larger map

 

Á leiðinni í Jeux du Monde rakst ég fyrir tilviljun á aðra spilabúð sem var all nokkuð stærri en Jeux du Monde.  Sú heitir Art et Jeux og þar var þó nokkuð úrval af spilum og heilmikið úrval af fallegum taflborðum og ýmsu fleiru spilatengdu.  Mjög flott verslun.  Art et Jeux er á 4 Rue Maurice Fonvielle.

bandeau-1


View larger map

Skildu eftir svar