Fuchs & Fertig

cover

* er fyrir 2-5 leikmenn, 6 ára og eldri
* tekur 10 mínútur

Um spilið

Í Fuchs & Fertig er refurinn búinn að bjóða til afmælisveislu. Allir leikmenn fá 12 spila bunka sem þeir mega ekki kíkja á. Síðan er einu spili snúið við í miðjunni sem sýnir hvaða afmælisgestur mætir fyrstur. Dýrin á spilunum eru öll af mismunandi stærðum og er stærðarröðin sýnd á spilunum.

Sá sem byrjar giskar á og segir upphátt hvort næsti afmælisgestur sé minni, jafnstór eða stærri en síðasti gestur. Síðan snýr hann efsta spilinu sínu við. Ef hann hafði rétt fyrir sér má hann ráða hvort hann heldur áfram eða lætur næsta leikmann taka við. Ef hann hafði rangt fyrir sér tekur hann spilin sín sem hann er búinn að sýna og setur þau undir bunkann sinn.

6

Þannig sigrar sá sem er fyrstur til að klára öll sín 12 spil.

Hvað finnst mér?

Fuchs & Fertig er mjög einfalt spil.  Þ.a.l. fá þungavigtarspilarar ekki mikið út úr því.  Þetta spil hentar hins vegar barnafjölskyldum, hvort sem ætlunin er eingöngu að skemmta sér  eða kenna börnunum hugtökin „stærri en“, „minni en“ og „jafnstór“.  Svo gengur spilið líka út á að muna í hvaða röð dýrin í bunkanum þínum eru, þannig verður auðveldara að losna við þau.

Ég hef spilað Fuchs & Fertig við 8 ára son minn og tvo bekkjarfélaga hans og skemmtu þeir sér konunglega.  Myndirnar á spilunum eru fallegar og gaman að fylgjast með strákunum reyna að taka ákvörðun „… á ég að taka áhættuna eða á ég að hætta núna?“

Niðurstaða

Ég mæli því með Fuchs & Fertig við þá sem langar í eitthvað léttmeti fyrir börn, en hentar þó alveg fullorðnum líka upp að vissu marki.   Spilið er auðvelt í kennslu og fer lítið fyrir því.

[scrollGallery id=9 autoScroll=false thumbsdown=true imagearea=“imgarea“]

Aðrar upplýsingar:

Nánari upplýsingar um Fuchs & Fertig eru að finna á Boardgamegeek.
Spilareglur á íslensku má finna hér

Comments are closed.