Get Bit!

cover* er fyrir 2-6 leikmenn, 8 ára og eldri
* tekur 20 mínútur

 

Um spilið

Get Bit! gengur út á að forða syndandi vélmenni undan hákarli.  Spilið inniheldur sex vélmenni í mismunandi litum sem hægt er að losa í sundur, þ.e. slíta hendur, fætur og haus frá búknum.  Hver leikmaður eignar sér eitt vélmenni og fær úthlutað sjö spilum sem hafa gildið frá 1 upp í 7.

Í upphafi leiks er vélmennunum raðað í handahófskennda röð fyrir framan hákarlinn.  Leikmenn velja svo í leyni hvaða spili (frá 1-7) þeir ætla sér að nota í umferðinni.  Spilin eru sýnd samtímis og vélmennin færð til í röðinni eftir númerunum á spilunum.  Fyrst er vélmenni þess leikmanns sem spilaði lægsta spilinu fært fremst í röðina og svo koll af kolli þangað til búið er að fara yfir öll spilin.  Ef tveir eða fleiri leikmenn hafa spilað út spili með sama númerinu þá færast þeirra vélmenni ekki til í röðinni.  Þegar öll vélmenni hafa verið færð (eða ekki færð) þá bítur hákarlinn einn útlim af vélmenninu sem er aftast.  Það vélmenni færist svo fremst í röðina.  Eitt af öðru eru vélmennin étin af hákarlinum þangað til eitt er eftir … og að sjálfsögðu sigrar leikmaðurinn sem á það vélmenni.

2

Hvað finnst mér?

Get Bit! er skemmtilega vitlaust spil.  Hvaða lógík er á bak við það að hafa syndandi vélmenni á flótta undan hákarli?  Líklega hefur hönnuðinum fundist full brútalt að hákarlinn væri að rífa í sundur manneskjur.  Get Bit! er hins vegar létt og skemmtilegt fjölskylduspil og gengur hratt fyrir sig.  Það er eitthvað svo skemmtilegt við það þegar vélmenni annarra leikmanna eru hlutuð í sundur.  Spilið bíður svo sem ekki upp á mikla strategíu, þú getur reynt að giska á hvaða spil hinir ætli að spila með því að skoða hvaða spil þeir hafa þegar notað.  Hins vegar getur orðið mjög ruglingslegt að ætla að reyna að halda utan um það þegar margir leikmenn eru að spila.  Þá verður þetta meira spurning um heppni.  Sem er svo sem allt í lagi í svona léttu og „silly“ spili.

[scrollGallery id=23 autoScroll=false thumbsdown=true imagearea=“imgarea“]

Aðrar upplýsingar:

Nánari upplýsingar um Get Bit! eru að finna á Boardgamegeek.
Spilareglur á ensku fyrir Get Bit! eru að finna hér
Get Bit! er gefið út af Mayday Games

Comments are closed.