Guillotine

cover

* er fyrir 2-5 leikmenn, 12 ára og eldri
* tekur 30 mínútur

Um spilið

Guillotine, eða Fallöxin, er létt og stutt spil sem samanstendur af 60 spilum sem sýna mismunandi persónur, 50 aðgerðaspilum (action cards) og einni fallöxi.  Spilið gerist á tímum frönsku byltingarinnar og er markmið leikmanna að afhöfða frönsk fyrirmenni og safna sem flestum (bestum) hausum og þar með stigum.

Í upphafi leiks er 12 persónuspilum raðað upp í röð fyrir framan fallöxina.  Verkefni fyrsta dagsins er að afhöfða þessar 12 persónur.  Spilið gengur svo í tvo daga í viðbót þar sem fleiri persónum er raðar upp í aftökuröð.  Persónurnar hafa mismunandi stigagildi, allt eftir því hversu vel eða illa almenningi líkar við þær.  Þannig fást mörg stig fyrir að afhöfða fógetann eða biskupinn en færri eða jafnvel mínusstig fyrir að afhöfða píslarvott.

6

Með þessu aðgerðaspili má færa einhvern aðalsmann aftar í aftökuröðina

Þegar leikmaður á að gera má hann spila út aðgerðarspili sem miða flest að því að breyta uppröðununni á þessum 12 sem til stendur að afhöfða.  Þannig getur hann haft áhrif á hvaða persónu hann tekur eða hvaða persónu næsti leikmaður gæti þurft að taka.  Því næst verður hann að taka þann aðalsmann eða konu sem er næstur í röðinni.  Þannig getur hann þurft að taka höfuð sem gefur lítinn eða jafnvel neikvæðan stigafjölda.

Þegar búið er að afhöfða þessa 12 er dagur að kveldi kominn og nýr dagur hefst með því að raða næstu 12 fyrir framan fallöxina.

Hvað finnst mér?

Guillotine er eitt af þessum spilum sem maður má ekki taka of hátíðlega.  Vissulega er þemað frekar blóðugt og í raun hrottalegt en ef maður horfir framhjá því má hafa gaman af.  Spilið er einfalt og gengur frekar hratt fyrir sig.  Guillotine er hentugt sem létt uppfyllingarefni.  Endurspilunargildi spilsins er að mínu mati sæmilegt, ég sé ekki fyrir mér að spila þetta oft í röð eða mjög oft yfir höfuð („pardon the pun“  :grin: ).

Niðurstaða

Það sem vinnur með Guillotine er einfaldleikinn, fer lítið fyrir því en verður þreytt eftir of mörg skipti.

[scrollGallery id=20 autoScroll=false thumbsdown=true imagearea=“imgarea“]

Aðrar upplýsingar:

Nánari upplýsingar um Guillotine eru að finna á Boardgamegeek
Guillotine fæst í Nexus
Spilareglur á ensku er hægt að nálgast hér
Hægt er að spila Guillotine á netinu á Gametableonline

Comments are closed.