Heimsókn á borðspilakaffihús: Spielwiese í Berlín

spielwiese01Síðasta sumar fór litla fjölskyldan í ferðalag til Þýskalands og stoppaði fyrst nokkra daga í Berlín. Áður en för okkar var heitið sunnar í Þýskaland ákváðum við að skella okkur í heimsókn á, að því er ég held, eina borðspilakaffihúsið í Berlín: Spielwiese.

Spielwiese er staðsett í gamla austurhluta Berlínar við Kopernikusstraße 24, en ekki fer mikið fyrir kaffihúsinu utan frá og minnstu mátti muna að við keyrðum framhjá því. Þar sem við vorum frekar seint á ferðinni og hvergi bílastæði að fá í nágrenni Spielwiese ákváðum við hjónin að hún myndi bíða í bílnum fyrir utan með yngri soninn, enda var hann steinsofandi í aftursætinu. Ég og sá eldri skoppuðum því inn á kaffihúsið til að litast um.

spielwiese04

Ekki skortur á spilum

Spielwiese er í afskaplega litlu húsnæði, en er búið að vera þarna staðsett síðustu 10 árin að sögn eigandans Michael. Spielwiese var einmitt eitt allra fyrsta, ef ekki fyrsta, spilakaffihúsið sem opnaði fyrir utan Kóreu.

Þrátt fyrir þetta litla húsnæði á Michael hátt í 1.900 spil sem eru til taks á kaffihúsinu. Michael sagði mér reyndar að eitthvað væri í útleigu, en samhliða kaffihúsinu rekur hann spilaleigu þar sem viðskiptavinir geta leigt spil fyrir 3 evrur á dag, nokkurs konar bókasafn með spil.

Helsti viðskiptavinahópurinn eru fastakúnnar, en einnig er eitthvað um að ferðamenn komi og eyði góðri stund þarna. Útlánastarfsemin gengur líka mjög vel. Það var mjög skemmtilegt að heimsækja Spielwiese, en það er himinn og haf á milli þess og Draughts í London, sem við höfum líka heimsótt. Spielwiese er miklu fremur staður sem fólk kemur til að eiga rólega stund yfir spili, nánast eins og að spila heima hjá sér. Þarna var mjög hljóðlátt og rólegt, allt önnur stemming en í skarkalanum í Draughts. Þar virtist vera mun meira um að fólk kæmi til að fá sér öl, spila og hafa hátt.

Mjög áhugaverð heimsókn og gaman að koma á gamalgróin stað eins og þennan, þar sem spilin gjörsamlega flæða upp um alla veggi.

spielwiese02

Michael stendur vaktina

spielwiese03spielwiese05

Comments are closed.