Jól 2012 – Jólagjafahugmyndir

banner_efri

Hér hef ég safnað saman nokkrum vel völdum spilum á gjafalista fyrir jólin 2012.  Vonandi geta allir fundið hér eitthvað við sitt hæfi … „í það minnsta kerti og spil“.

Jólagjafahugmyndalistann fyrir 2013 er hægt að finna hér.


Möndlugjöfin

timeline1Timeline

Timeline línan hefur aldeilis slegið í gegn.  Þetta spil er stútfullt af fróðleik og hægt að spila með nánast hvaða aldurshóp sem er.  Einfalt og gott.  Tvær útgáfur eru til á ensku hér á landi: Inventions og Discoveries.  Svo er komin út íslensk útgáfa, Tímalína.

 


Fyrir börnin

sleeping_queensSleeping Queens

Sleeping Queens er lítið og nett spil sem var hannað af sex ára stúlku.  Spilið gengur út á að vekja sofandi drottningar og reyna að vera fyrstur til að ná ákveðnum fjölda stiga.  Þetta hentar vel börnum frá u.þ.b. 6-7 ára og er skemmtilegt fyrir unga sem aldna.
Fæst í Spilavinum.

noahNoah

Noah er frekar nýlega útkomið, en í því eiga leikmenn að raða dýrum á ferjur sem koma til með flytja þau út í Örkina hans Nóa.  Fallega hannað spil sem er lítið og nett.
Fæst í Spilavinum.

 

kingoftokyoKing of Tokyo

King of Tokyo er fyrir börn í eldri kantinum (og börn á öllum aldri).  Þetta er skemmtilegt spil um skrímsli sem berjast í Tokyo.  Byggist á teningakasti og aðgerðaspjöldum.  Það eina sem þarf að hafa í huga er að spjöldin eru með enskum texta.
Fæst í Spilavinum og Nexus.

mogelmotteMogel Motte

Mogel Motte er sniðugt lítið verðlaunaspil sem gengur út á að losa sig við öll sín spil af hendi.  Og galdurinn er að það má svindla, en bara passa sig á að að komist ekki upp um mann.
Fæst í Spilavinum.

 

 


 Fyrir fjölskylduna

vegasVegas

Vegas er létt og skemmtilegt teningaspil þar sem tilgangurinn er að reyna að ná sem mestum pening í spilavítum í Las Vegas.  Var tilnefnt til Spiel des Jahres verðlaunanna 2012.
Fæst í Spilavinum.

ticket_to_rideTicket to Ride

Ticket to Ride er alveg klassískt fjölskylduspil.  Mjög skemmtilegt, auðvelt að kenna og auðvelt að skilja og spila.  Spilið vann Spiel des Jahres verðlaunin 2004 og síðan þá hafa komið út fjölmargar viðbætur.  Ég hef ennþá ekki hitt neinn sem mislíkar Ticket to Ride.  Frábær fjölskyldu-jólagjöf.
Fæst í Spilavinum og Nexus.

bohnanzaBohnanza

Bohnanza lætur ekki mikið yfir sér en er virkilega skemmtilegt spil.  Þarna reynir m.a. á útsjónasemi í samningaviðræðum og oft skapast mikill hamagangur þegar baunaskipti standa sem hæst.  Einfalt og gott spil.
Fæst í Spilavinum og Nexus.

qwirkleQwirkle

Qwirkle var valið Spiel des Jahres 2011.  Qwirkle er mjög einfalt spil sem hentar breiðum aldurshópi.  Nokkurs konar Scrabble með litum og táknum.
Fæst í Spilavinum.

 

escapeEscape: The Curse of the Temple

Escape er mjög fjörugt fjölskylduspil þar sem allir vinna saman að því að komast út úr hrynjandi musteri.  Spilað er í 10 mínútur undir drungalegum hljóðbút og svo er bara markmiðið að kasta teningum til að komast út, allir eða enginn.
Fæst í Spilavinum og Nexus.

dixitDixit

Dixit var valið Spiel des Jahres árið  2010, sjá nánar um spilið hérna.  Fallega myndskreytt og skemmtilegt spil sem nánast allir geta tekið þátt í.  Nokkrar viðbætur komnar sem auka á fjölbreytileikann.
Fæst í Spilavinum og Nexus.

 

killdrluckyKill Doctor Lucky

Kill Doctor Lucky er létt og skemmtilegt fjölskylduspil þrátt fyrir að tilgangurinn sé að læðast upp að gömlum manni og ráða hann af dögum.
Fæst í Spilavinum og Nexus.

 

tobagoTOBAGO

Tobago gengur út á fjársjóðsleit á eyjunni Tobago.  Leikmenn byggja upp fjársjóðskort og stýra svo jeppunum sínum á staði þar sem fjársjóðir finnast.  Tobago er alls ekki flókið og virkar vel fyrir spilafjölskyldu.
Fæst í Nexus.

 

stone_ageSTONE AGE

Í Stone Age eiga leikmenn að sinna sínum ættbálki og sjá til þess að hann stækki og dafni.  Mjög gott spil og alls ekki flókið.  Svo er komin viðbótin Style is the Goal sem bætir m.a. við fimmta leikmanninum.
Fæst í Spilavinum og Nexus.

 

 

 


 Fyrir unglinginn

lords_of_waterdeepLords of Waterdeep

Í Lords of Waterdeep keppast leikmenn um að safna liðsmönnum sem síðan hjálpa til við að klára ákveðin mission.  Hver og einn leikmaður er ákveðinn Lávarður Vatnsdýpis og hefur leynileg markmið að vinna að.  Skemmtilegt spil með áhugaverðu þema, tengt Dungeons & Dragons.
Fæst í Spilavinum og Nexus.

eclipseEclipse

Eclipse er efnahags- könnunar- og orrystuspil sem gerist í geimnum.  Þetta er stórt og mikið spil, virkilega vel hannað og mjög skemmtilegt. Flott spil fyrir unglinginn eða aðra sem hafa gaman af geimspilum.
Fæst í Nexus.

ghost_storiesGhost Stories

Ghost Stories er samvinnuspil þar sem leikmenn eru Taó-istar sem eiga að berjast á móti draugum sem herja á þorp.  Spilið er mjög skemmtilegt, en erfitt. Bara spurning hvort það sé ennþá hægt að fá þetta hér á landi.

 

starwarsStar Wars X-Wing Miniature game

Star Wars X-Wing Miniature Game er frekar nýtt spil, en að mér skilst mjög skemmtilegt.  Tilvalið fyrir Star Wars áhugamenn og konur á öllum aldri.  Leikmenn stýra geimflaugum í orrystum sín á milli.
Fæst í Nexus.

 

roborally_0Robo Rally

Robo Rally gengur út á að „forrita“ vélmenni og reyna að koma þeim framhjá hindrunum og vélmennum annarra leikmanna í gegnum verksmiðju klakklaust … og það er sko ekkert auðvelt.  Skemmtilegt og fjörugt spil.
Fæst í Spilavinum og Nexus.

 

 


Fyrir lengra komna

agricolaAgricola

Agricola er eitt gamalt og gott.  Agricola er latneska heitið yfir bónda og það er einmitt út á það sem spilið gengur.  Í spilinu er maður að reyna að yrkja sitt land, stækka bóndabæinn og uppfæra, safna að sér dýrum og sjá svo til þess að fjölskyldan hafi nægan mat á ákveðnum dögum.  Margslungið og gott spil.
Fæst í Spilavinum.

 

kingsburgKingsburg

Kingsburg er mjög flott og virkilega skemmtilegt spil sem byggist að miklu leyti á að ná að nýta teningakast á sem bestan hátt.  Svo er til mjög góð viðbót við spilið sem heitir To Forge a Realm.
Fæst í Spilavinum og Nexus.

tzolkinTzolk’in: The Mayan Calendar

Tzolk’in er splunkunýtt spil sem var gefið út á Spiel 2012 í Essen (sjá hér).  Leikmenn fara fyrir ættbálkum Maya og reyna að ná sem flestum stigum með því að staðsetja vinnumenn á tannhjólum sem er snúið eftir hverja umferð.  Mjög flott spil með skemmtilegan mekanisma.
Fæst í Nexus.

myrmesMyrmes

Myrmes er annað Essen spil sem er nýkomið út.  Í spilinu fara leikmenn fyrir maurum og þurfa að reka maurabú, láta þá fjölga sér og ná sér í fæði svo eitthvað sé nefnt.  Ég náði ekki að prófa Myrmes í Essen en skilst að það sé mjög gott spil.
Fæst í Nexus.

burgundyCastles of Burgundy

Castles of Burgundy er tiltölulega nýtt spil sem hefur fengið góða umsögn.  Byggist að miklu leyti á að nota teninga til að byggja upp einhvers konar veldi í miðaldabæ í Frakklandi.  Hef ekki prófað þetta spil, en heyrt mjög góða hluti um það.
Nokkuð viss um að þetta fáist bæði í Spilavinum og Nexus þó það finnist í hvorugri vefversluninni.

 

powergridPower Grid

Power Grid er eitt enn gamalt og gríðarlega vinsælt spil.  Gengur út á að byggja upp dreifikerfi fyrir raforku í Þýskalandi.  Hljómar kannski ekki spennandi en er að sögn kunnugra mjög gott spil. Hef sjálfur ekki prófað það, en það er á mínum óskalista.
Fæst í Spilavinum og Nexus.

 

banner_nedri

Skildu eftir svar