Jól 2013 – Jólagjafahugmyndir

jolabanner2013

Vantar þig hugmynd að góðri spila-jólagjöf? Hér er listi yfir áhugaverð og skemmtileg spil sem sóma sér vel sem jólagjöf. Jólagjafahugmyndalistann fyrir 2012 er hægt að finna hér.

jolabanner2013_fyrirfjolskylduna

relicrunners01relic runners (2-5 leikmenn, 8 ára og eldri)

Relic Runners er nýjasta spilið frá Days of Wonder. Spilið gengur út á að ferðast á stígum á milli mustera í frumskógi og safna fjársjóðum og minjagripum. Frekari lýsingu á Relic Runners er að finna hér.

blokusblokus (2-4 leikmenn, 5 ára og eldri)

Blokus kom fyrst út árið 2000, en spilið  gengur út á að raða misstórum kubbum inn á grind. Sá sem á fæstar kubbaeiningar eftir þegar allir eru orðnir lokaðir af stendur uppi sem sigurvegari. Blokus er mjög einfalt og stutt og hentar mjög breiðum hópi.

forbiddendesertforbidden desert (2-5 leikmenn, 8 ára og eldri)

Forbidden Desert er samvinnuspil þar sem leikmenn eiga að reyna að grafa upp hluta úr fornri flugmaskínu áður en þeir verða sandstormi eða þorsta að bráð. Umfjöllun um Forbidden Desert er að finna hér.

augustusaugustus (2-6 leikmenn, 8 ára og eldri)

Augustus er létt fjölskylduspil með bingóelementi sem gengur út á að uppfylla markmiðaspjöld og safna með þeim stigum. Spilið var tilnefnt til Spiel des Jahres verðlaunanna 2013.

tokaidotokaido (2-5 leikmenn, 8 ára og eldri)

Í Tokaido ferðast leikmenn þvert yfir Japan eftir einhverri fornri leið sem nefndist Tokaido, en hún lá frá Kyoto til Tokyo.  Á leiðinni eiga leikmenn að reyna að upplifa sem mest, hitta fólk, taka myndir, fá sér gott að borða o.s.frv. Sá sem hefur upplifað sem mest á leiðinni vinnur að lokum. Tokaido er mjög fallegt og friðsælt spil.

labocala boca (3-6 leikmenn, 8 ára og eldri)

La Boca er fjörugt fjölskylduspil þar sem tveir leikmenn vinna saman að því að byggja blokkir eftir ákveðinni forskrift undir tímapressu. Umfjöllun um La Boca er að finna hér.

voluspavöluspá (2-5 leikmenn, 10 ára og eldri)

Völuspá er flísalagningarspil (tile laying) þar sem leikmenn reyna að safna sem flestum stigum með því að leggja niður sérstakar flísar myndskreyttar með goðum og verum úr Norrænni goðafræði í raðir og dálka. Umfjöllun um Völuspá er að finna hér.

jolabanner2013_fyrirungafolkid

krosmasterkrosmaster arena: The board game (2-4 leikmenn, 12 ára og eldri)

Í Krosmaster Arena kljást tveir leikmenn með því að etja saman litlum fígúrum á velli þar sem markmiðið er að losa sig við andstæðinginn. Leikmenn nota sértaka hæfileika fígúranna, sem sumar hverjar geta kallað fram litlar hjálparfígúrur. Mjög flott spil.

miceandmysticsMice and mystics (1-4 leikmenn, 7 ára og eldri)

Mice and Mystics er ævintýra- og samvinnuspil þar sem leikmenn eru í hlutverki músa sem þurfa að vinna saman að því að bjarga konungsríki sem er í hættu. Þeir mæta ýmis konar andstæðingum svo sem rottum, kakkalökkum, köngulóm og svo að sjálfsögðu húskettinum í kastalanum: Brodie.

smallworld_undergroundsmall world underground (2-5 leikmenn, 8 ára og eldri)

Small World Underground byggir á sama grunni og Small World.  Leikmenn berjast um yfirráð yfir neðanjarðarheimi og nota til þess ýmsa sérkennilega kynþætti með sérstaka krafta.

jolabanner2013_fyrirlengrakomna

brugesbruges (2-4 leikmenn, 10 ára og eldri)

Í Bruges eru leikmenn í hlutverki kaupmanna á 14. öld sem keppa um áhrif sín á milli á sama tíma og þeir reyna að komast í góðar álnir meðal þeirra sem ráða í Bruges, en spilið er nefnt eftir samnefndri borg í Belgíu. Frekari lýsingu á Bruges er að finna hér.

village_0village (2-4 leikmenn, 12 ára og eldri)

Village vann til Spiel des Jahres verðlaunanna árið 2012 (Kennerspiel des Jahres). Village gengur út á framgang stórfjölskyldu í litlu þorpi.  Hver leikmaður stýrir sinni fjölskyldu og sendir fjölskyldumeðlimi á hina ýmsu staði í þorpinu til að vinna og hugsanlega á ferðalög út fyrir þorpið. Frekari lýsingu á Village er að finna hér.

terramysticaterra mystica (2-5 leikmenn, 12 ára og eldri)

Terra Mystica var eitt af stóru spilunum á Essen Spiel 2012 og fékk spilið International Gamers Awards og Deutscher Spiele Preis verðlaunin 2013. Terra Mystica gengur út á samkeppni um yfirráð mismunandi þjóðflokka eða furðuvera í landinu Terra Mystica.  Leikborðinu er skipt upp í mismunandi landsvæði og á hvert þjóðarbrot sér kjörsvæði. Frekari lýsingu á Terra Mystica er að finna hér.

boraborabora bora (2-4 leikmenn, 12 ára og eldri)

Í Bora Bora stýra leikmenn uppbyggingu ættbálka á eyjaklasa. Leikmenn vinna að því að stækka sinn ættbálk, með því m.a. að byggja kofa og safna til sín þorpsbúum. Í Bora Bora er nóg að gera og nóg um að hugsa. Leikmenn geta einnig reynt að klára ákveðin verkefni í hverri umferð, þ.e. uppfylla skilyrði á verkefnisflísum (task tiles). Frekari lýsingu á Bora Bora er að finna hér.

Skildu eftir svar