Jólin 2014: Jólagjafahugmyndir

jolabanner2014_krans

Hver hefur ekki gaman af því að fá fallegt og gott spil í jólagjöf? Er þá ekki um að gera að reyna að velja spil, sem endar ekki uppi á hillu og verður aldrei spilað. Hér að neðan eru nokkrar hugmyndir að spila-jólagjöfum. Á listanum eru frekar nýleg spil, en um að gera að skoða jólagjafahugmyndalistana frá 2013 og 2012 því þar leynast ýmsar gersemar.

Listanum skipti ég í tvo hluta. Annars vegar „Fyrir fjölskylduna“ þar sem ég set saman lista yfir spil sem flestir fjölskyldumeðlimir (nema kannski þeir allra yngstu) ættu að geta spilað án mikilla erfiðleika. Flest spilin eru fyrir 8-10 ára og eldri. Seinni hlutinn sem er titlaður „Fyrir lengra komna“ og inniheldur spil sem eru fyrir aðeins eldri markhóp.

jolabanner2014_fjolskylduna

splendor01Splendor
Fyrir 2-4 leikmenn, 10 ára og eldri.

Splendor er stutt, einfalt og spennandi spil sem gengur út á að verða fyrstur til að ná 15 stigum með því að safna gimsteinatáknum á spilum.

Splendor var tilnefnt til Spiel des Jahres verðlaunanna þetta árið. Umfjöllun um Splendor má finna hér.

sultaniya01Sultaniya
Fyrir 2-4 leikmenn, 8 ára og eldri.

Í Sultaniya eru leikmenn að reisa hallir fyrir soldáninn af Sultaniya. Sá leikmaður sem reisir glæsilegustu höllina, og nær að safna flestum stigum, vinnur.

Sultaniya er fallega hannað og einfalt fjölskylduspil. Frekari upplýsingar um spilið eru að finna á Boardgamegeek.

camelup01Camel Up
Fyrir 2-8 leikmenn, 8 ára og eldri.

Í Camel Up eru leikmenn að fylgjast með kameldýrakapphlaupi og reyna að græða sem mestan pening á því að veðja á rétt kameldýr. Úrslitin eru oft á tíðum óútreiknanleg, enda ráðast þau mjög handahófskennt af því í hvaða röð teningar hvolfast úr teningapíramída sem inniheldur fimm teninga í sömu litum og kameldýrin.

Camel Up er létt og skemmtilegt fjölskylduspil. Frekari upplýsingar um spilið eru að finna á Boardgamegeek.

hverstal_jolinHver stal kökunni úr krúsinni
Fyrir 3-7 leikmenn, 8 ára og eldri.

Hver stal kökunni úr krúsinni er jólaspil fyrir alla fjölskylduna sem snýst um að finna hinn alræmda kökuþjóf. Sá sem fær tómu krúsina á hendi vill fyrir alla muni losna við hana og vera ekki gripinn glóðvolgur. Spilið er íslensk hönnun, en byggt á mjög svipuðum grunni og Love Letter.

Kynningu á spilinu og frekari upplýsingar má finna hér.

cashngunsCash ‘n’ Guns
Fyrir 4-8 leikmenn, 10 ára og eldri.

Í Cash ‘n’ Guns eru leikmenn glæponar sem þurfa að skipta á milli sín ránsfeng. Hver og einn fær frauðplastbyssu í hönd og nota hana til að beina að öðrum leikmönnum og reyna að fá þá til að hætta við að taka hlut af ránsfengnum.

Stórskemmtilegt partýspil fyrir allt að 8 leikmenn. Bara passa að spila ekki með hörundsáru fólki sem er illa við byssur. Frekari upplýsingar um spilið eru að finna á Boardgamegeek.

diamonds01Diamonds
Fyrir 2-6 leikmenn, 8 ára og eldri.

Diamonds er það sem kallað er á ensku trick taking game, en það er hugtak sem er notað yfir spil sem ganga út á að vinna slagi, líkt og Kani. Diamonds er hins vegar frábrugðið hefðbundnum slagaspilum þar sem inn í það blandast m.a. demantar og peningaskápar.

Sniðugt og einfalt spil sem hentar breiðum aldurshópi. Frekari upplýsingar um spilið eru að finna á Boardgamegeek.

kingofnewyorkKing of New York
Fyrir 2-6 leikmenn, 10 ára og eldri

Þú ert risavaxið skrímsli og ætlar að verða konungur New York. Með ýmsa ofurhæfileika að vopni gengur þú berserksgang í borginni en verður að sjá við öðrum leikmönnum og hernum sem er staðráðinn í að stöðva þig.

King of New York er byggt á sama grunni og forveri þess, King of Tokyo.

Upplýsingar um spilið eru að finna á Boardgamegeek og heimasíðu Spilavina.

jolabanner2014_lengrakomna

istanbul01Istanbul
Fyrir 2-5 leikmenn, 10 ára og eldri.

Í Istanbul eru leikmenn í hlutverki kaupmanns sem þvælist um basarinn í Istanbul og sendir aðstoðarmenn sína til að sækja ýmsar vörur og þjónustu. Markmiðið er safna ákveðið mörgum rúbínum, en fjöldinn sem þarf að safna fer eftir fjölda leikmanna hverju sinni.

Istanbul vann til hinna eftirsóttu Kennerspiel des Jahres verðlaunanna í ár. Frekari upplýsingar um spilið eru að finna á Boardgamegeek.

blackfleet01Black Fleet
Fyrir 3-4 leikmenn, 14 ára og eldri.

Í Black Fleet eru leikmenn að reyna að koma varningi á milli hafna með kaupskipunum sínum. Að auki stýra leikmenn sjóræningjaskipum sem þeir nota til að stela varningi af öðrum leikmönnum. Inn í þetta blandast svo sjóhersskip sem leikmenn stýra einnig og nota til að klekkja á sjóræningjunum.

Black Fleet er mjög fallega hannað og skemmtilegt borðspil, en frekari upplýsingar um spilið eru að finna á Boardgamegeek.

fivetribes01Five Tribes
Fyrir 2-4 leikmenn, 13 ára og eldri.

Í Five Tribes eru leikmenn að reyna að hafa áhrif á hina fimm ættbálka soldánaveldisins Naqala. Gamli soldáninn er fallinn frá og sá sem getur ráðskast af mestri kænsku með ættbálkana nær yfirráðum yfir veldinu. Leikmenn skiptast á að færa ættbálkameðlimi á milli eyðimerkurflísa og virkja flísarnar og eiginleika ættbálkana.

Five Tribes er útgefið af Days of Wonder sem eru þekktir fyrir hágæðaframleiðslu þó þeim hafi stundum brugðist bogalistin þegar kemur að spiluninni sjálfri. Five Tribes er hins vegar bæði mjög flott spil og vel hannað. Frekari upplýsingar um Five Tribes eru að finna á Boardgamegeek.

concordia01Concordia
Fyrir 2-5 leikmenn, 13 ára og eldri.

Concordia fjallar um verslun og vöruskipti í Rómarveldi til forna. Markmiðið fyrir hvern leikmann er að setjast að í borgum, verða sér út um varning og reyna að vinna að ákveðinni stigauppbyggingu, en sú uppbygging getur verið mismunandi eftir því hvaða leið leikmenn velja að fara.

Concordia var tilnefnt til Kennerspiel des Jahres verðlaunanna í ár. Umfjöllun um spilið má finna hér. Concordia er virkilega gott spil

castles01Castles of Mad King Ludwig
Fyrir 1-4 leikmenn, 13 ára og eldri.

Castles of Mad King Ludwig er flísalagningarspil þar sem leikmenn reyna að byggja sem glæsilegastan kastala fyrir Ludwig II konung Bæjaralands. Ludwig þessi byggði kastalann Neuschwanstein (sem er fyrirmynd Disneykastalans) og nú vill hann að þú byggir fyrir sig kastala, eitt herbergi í einu.

Þetta spil er að fá mjög fína umsögn en frekari upplýsingar um spilið eru að finna á Boardgamegeek.

Skildu eftir svar