Ný spil ► Spiel 2015 (3. hluti)

Á hverjum degi eru að detta inn ný spil á Spiel 2015 listann á Boardgamegeek þannig að maður hefur varla undan að skoða nýjustu viðbæturnar. Hér koma fimm spil sem hafa vakið athygli mína og eru á „skoða og kannski kaupa“ listanum fyrir Essen ferðina. 1. hluta yfirferðarinnar er að finna hér og 2. hlutann hér.

DiscoveriesDiscoveries

Í Discoveries er hver leikmaður einn af leiðangursmönnunum í leiðangri Lewis og Clark (ásamt Gass og Ordway), sem stóð yfir frá 1803 til 1806 og spannaði vestari hluta Norður Ameríku. Markmiðið er að safna sem mestri þekkingu á leiðinni og koma henni á framfæri í þágu vísindanna.

Discoveries er hannað af Cédrick Chaboussit sem hannaði einnig spilið Lewis & Clark sem, ótrúlegt en satt, fjallar einnig um leiðangur Lewis og Clark. Discoveries er að kunnugra sögn aðeins einfaldari (og að margra mati skemmtilegri) útgáfa að leiðangrinum, byggð mikið upp á teningum. Spilið er að fá prýðilega umfjöllun og verður spennandi að skoða það betur í Essen. Hér að neðan er svo ein umfjöllun um spilið frá The Game Boy Geek:

[embedyt]http://www.youtube.com/watch?v=THesV75AVMw[/embedyt]


FavorofthePharaohFavor of the Pharaoh

Nýjasta spilið frá Tom Lehmann, hönnuði Race for the Galaxy og Roll for the Galaxy, er teningaspilið Favor of the Pharaoh. Í spilinu, sem snýst meira og minna um að kasta teningum, eiga leikmenn að reyna að ná eyrum faraósins með því að klífa upp virðingastigann í Egyptalandi til forna. Til þess nota leikmenn teninga og byggja upp einhvers konar valdapýramída.

Ég er svolítið á báðum áttum með þetta spil, mér líst ágætlega á það en spurning hvernig það virkar þegar á hólminn er komið. Hingað til hef ég ekki verið mjög mikið fyrir teningaspil, nema kannski fyrir utan Las Vegas … samt nauðsynlegt að skoða nánar. Hér að neðan er umfjöllun um spilið:

[embedyt]https://www.youtube.com/watch?v=D8JDEI8mPtw[/embedyt]


QueensArchitectQueen’s Architect

Queens Architect er eitt nýjasta spilið frá útgáfufyrirtækinu Queen Games. Reyndar sýnist mér spilið ekki vera á Spiel 2015 listanum en vonandi verður hægt að prófa það og jafnvel kaupa í Essen.

Í Queens Architect eru leikmenn arkitektar sem vinna að því að reisa mikilvægar byggingar í þorpum og borgum. Arkitektarnir þurfa einnig að ráða til sín hóp af verka- og iðnaðarmönnum sem vinna við byggingarnar. Drottningin mun síðan veita arkitektunum viðurkenningu í formi velvildar og peninngagjafa. Sá sem stendur sig best fær svo heiðurinn af því að reisa konunglega höll fyrir drolluna. Miðað við dóma sem hafa verið að birtast er þetta fanta gott spil sem gaman verður að fá að prófa.

[embedyt]https://www.youtube.com/watch?v=Hjyt0dNVUEQ[/embedyt]


PimalPflaumenPi mal Pflaumen

Pi mal Pflaumen virðist vera krúttlegt lítið trick-taking spil um plómur og ýmsa aðra ávexti. Ég er alltaf á höttunum eftir svona stuttum einföldum spilum sem hægt er að grípa í við ýmis tækifæri með nánast öllum. Vonandi fellur Pi mal Pflaumen í þennan hóp og ekki sakar að hönnuðurinn er sjálfur Matthias Cramer, en hann á heiðurinn m.a. af Glen More (sem er víst ljómandi gott spil sem erfitt er að fá á ensku í dag), Lancaster og Rococo sem ég hef miklar mætur á.

Ég held að það sé sjálfgefið að pikka upp þetta litla og fallega spil, enda kostar það ekki nema 10 evrur (um 1.500 kr.).

 


HengistHengist

Hengist er nýtt tveggja manna spil frá Uwe Rosenberg, en hann hannaði m.a. Agricola, Bohnanza og Patchwork svo mjög fá séu nefnd. Patchwork var sérhannað tveggja manna spil sem er mjög vel heppnað og því er ég einkar áhugasamur um þessa nýju útgáfu.

Hengist á að gerast 30 árum eftir að Rómverjar yfirgáfu Bretland. Óöld er í uppsiglingu og keppa leikmennirnir, í hlutverki bræðranna Hengist og Horsa, um fjársjóðsflísar.

Meira veit ég svo sem ekki um spilið, en bara sú staðreynd að það er hannað af Uwe Rosenberg kveikir áhuganeistann. Það virðist sem tveggja manna spil séu að verða eitthvað tískufyrirbæri í borðspilaheiminum og er það bara hið besta mál

Hengist_2

One thought on “Ný spil ► Spiel 2015 (3. hluti)

  1. Pingback: Spiel 2015: FöstudagurBorðspil.is