Qwirkle

cover

* er fyrir 2-4 leikmenn, 6 ára og eldri
* tekur 45 mínútur

Um spilið

Qwirkle inniheldur 108 kubba með sex mismunandi táknum í sex mismunandi litum.  Hver leikmaður dregur sex kubba og heldur þeim út af fyrir sig.  Sá leikmaður sem getur í upphafi lagt niður sem flesta kubba hefur leikinn.  Leikmenn skiptast svo á að leggja niður kubba eftir ákveðnum reglum, sem eru reyndar mjög einfaldar.  Í einni línu mega vera mest sex kubbar með annað hvort mismunandi táknum eða mismunandi á litinn.  Leikmenn fá svo stig fyrir að bæta við kubbum.  Ef leikmaður nær að klára línu (bæta við þannig að sex kubbar nást) fær hann „Qwirkle“ sem þýðir a.m.k. 12 stig.  Sá leikmaður sem í lokin hefur náð flestum stigum, vinnur leikinn.

Qwirkle var valið Spiel des Jahres árið 2011.  Spilið hefur einnig fengið fjöldan allan af öðrum viðurkenningum og verðlaunum.

Hvað finnst mér?

Qwirkle er i raun eins og Scrabble með táknum.  Spilið er mjög einfalt og hentar breiðum aldurshóp.  Ég hef spilað Qwirkle nokkrum sinnum við 8 ára soninn sem hefur í fleiri en eitt skipti unnið án þess að ég hafi nokkuð verið að gefa eftir.

Niðurstaða

Qwirkle er því vel heppnað fjölskylduspil sem óhætt er að mæla með.

[scrollGallery id=12 autoScroll=false thumbsdown=true imagearea=“imgarea“]

Aðrar upplýsingar:

Nánari upplýsingar um Qwirkle eru að finna á Boardgamegeek.
Qwirkle fæst m.a. í versluninni Spilavinir

One thought on “Qwirkle

  1. Pingback: Völuspá | Borðspil.is