Sleeping Queens

cover* er fyrir 2-5 leikmenn, 8 ára og eldri
* tekur 10 mínútur

 

Um spilið

Sleeping Queens var hannað af hinni 6 ára gömlu Miranda Evarts.  Spilið samanstendur af 79 spilum, en þar á meðal eru drottningar, kóngar, riddarar, drekar, töfrasprotar og fleira. Drottningaspilin eru með mismunandi stigafjölda og er markmiðið að vekja þær og ná upp í ákveðinn fjölda stiga.  Sá sem nær því fyrst vinnur spilið.

Í upphafi eru allar 12 drottningarnar sofandi (spilin snúa niður á borðinu).  Leikmenn byrja með 5 spil á hendi og skiptast á að spila út spilum. Ef leikmaður spilar út kóngaspili má hann velja eina drottningu til að vekja.  Riddaraspil má nota til að stela drottningu af öðrum leikmanni, drekaspil eru vörn gagnvart riddurum. Leikmaður sem spilar út svefnseyði má svæfa drottningu hjá öðrum leikmanni en töfrasprotaspil verja drottninguna fyrir svefnseyðinu. Þannig gengur þetta fram og aftur á meðan leikmenn reyna að vekja drottningar, stela drottningum frá öðrum leikmönnum eða svæfa þær aftur.  Svo blandast inn í þetta önnur spil eins og hirðfíflið og töluspil.

1

Hvað finnst mér?

Sleeping Queens er virkilega sniðugt spil og alveg magnað að 6 ára stúlka hafi upphugsað það.  Myndskreytingarnar eru skemmtilegar og hugmyndin góð.  Spilið virkar mjög vel sem létt fjölskyldu- og barnaspil.  8 ára og eldri eiga leikandi að geta spilað það og svo tekur það ekki nema 10 mínútur.  Sleeping Queens hefur töluvert verið spilað á okkar heimili og sé ég fram á að svo verði áfram enn um sinn. Einnig er Sleeping Queens alveg tilvalin afmælisgjöf fyrir börn á þessum aldri (ca. 8-12 ára).

[scrollGallery id=24 autoScroll=false thumbsdown=true imagearea=“imgarea“]

Aðrar upplýsingar:

Nánari upplýsingar um Sleeping Queens eru að finna á Boardgamegeek.
Sleeping Queens fæst m.a. í versluninni Spilavinir
Spilareglur á íslensku má finna hér

Comments are closed.