Spánn: Barcelona

Spánn: Barcelona

Í Barcelona eru að finna nokkrar spilabúðir.  Það sem þarf þó að hafa í huga er að mikið af spilunum sem þar fást eru gefin út á spænsku og innihalda kannski bara reglur á spænsku eða katalónsku.  Hins vegar er oftast hægt að útvega enskar eða jafnvel íslenskar reglur m.a. á Boardgamegeek.  Eins er rétt að athuga opnunatímann áður en lagt er í hann, þar sem yfir sumartímann eru flestar verslanir lokaðar frá hádegi og fram eftir degi.

jugarxjugar1Fyrsta búðin sem ég heimsótti í Barcelona var Jugar X Jugar, sem er staðsett á 39 Avenida Gaudí, sem er róleg göngugata skammt frá dómkirkjunni hans Gaudi, La Sagrada Familia.  Jugar X Jugar er notaleg lítil verslun og úrvalið alveg prýðilegt.


View larger map

 

kaburiNær miðbæ Barcelona er verslunin Kaburi Rol & Games.  Verslunin er í u.þ.b 15-20 mínútna göngufjarlægð frá Placa de Catalunya.  Þarna er ágætisúrval og keypti ég þarna þrjú spil; Eclipse, Modern Art og Dungeon Petz.


View larger map

interkitsÍ verslunarmiðstöðinni Diagonal Mar er leikfangaverslun sem heitir Interkits.  Þarna voru nokkrar hillur með borðspilum, flest svona mainstream spil, en inn á milli voru sértækari og áhugaverðari spil.


View larger map

Besta borðspilabúðin í Barcelona er að mínu mati Gigamesh. Hún er bara í 2-3 mínútna göngufjarlægð frá Kaburi og því um að gera að kíkja á þær báðar í sömu ferðinni. Ég rambaði bara fyrir tilviljun á Gigamesh á leið minni í Kaburi.

gigamesh01

Gigamesh er staðsett á 8 Carrer de Bailèn, sem er í um 15 mínútna göngufjarlægð frá Placa de Catalunya. Úrvalið er mjög gott, mikið af góðum borðspilum og fullt af enskum titlum. Ef þú ætlar bara í eina spilabúð í Barcelona, farðu þá í Gigamesh.

gigamesh02gigamesh03

Skildu eftir svar