Spilað fyrir allan peninginn (2014)

stpetersburg_money

Í febrúar 2013 var ár liðið frá því ég hleypti þessari síðu af stokkunum og af því tilefni fór ég yfir allt spilasafnið og athugaði hvort ég ætti eftir einhver óspiluð spil (sjá færsluna hér). Þetta fannst mér mjög sniðugt og einstaklega skemmtilegt og hef því ákveðið að gera þetta að árlegum viðburði, svo lengi sem ég eigi eitthvað eftir óspilað í safninu.

Frá því ég kláraði yfirferðina sem hófst í febrúar 2013 hefur nú eitthvað fjölgað í safninu sem telur núna 222 spil, en þau voru 177 á sama tíma fyrir ári. Eftir mikla yfirlegu á Boardgamegeek, uppsetningu og útreikninga í Excel er niðurstaðan sú að af þessum 222 spilum hafa 23 þeirra aldrei verið spiluð (eða bara verið spiluð sóló). Hér að neðan eru þessi spil og nú er markmiðið að klára að spila þau öll fyrir lok febrúar, en þá verður síðan 2ja ára.  Og eins og í fyrra ætla ég að skrifa um upplifunina af hverju og einu spili …

UPPFÆRT: Ekki tókst mér að klára að spila öll spilin á árinu. Þau sem eru merkt með rauðum krossi stóðu eftir í lok árs 2014 og færast því yfir á listann fyrir 2015 :-SA la Carte


Attika


Bohnanza Fun & Easy


China


Concordia


Der Herr der Ringe: Die Zwei Türme


Double Agent


Euphrates & Tigris Card Game


Hera and Zeus


Krosmaster: Arena


Luna


Medici vs. Strozzi


Mission: Red Planet


PAX


Prosperity


Risk: Star Wars – The Clone Wars Edition


Robber Knights


Room 25


Russian Railroads


San Marco


Skyline


Snow Tails


Renaissance Man