Spilað fyrir allan peninginn (2015)

spiladfyrirallanpeninginn2015_logo1

Í byrjun hvers árs eftir að ég stofnaði þessa síðu hef ég farið yfir spilasafnið og tekið saman hversu mörg þeirra eru óspiluð. Fyrsta árið sem ég hóf þennan sið var árið 2013, en þá hafði ég haldið síðunni úti í 1 ár. Þá samanstóð listinn af 39 spilum og má sjá hann hér. Í fyrra voru spilin aðeins færri eða 23. Þann lista náði ég því miður ekki að klára, þegar árið var liðið átti ég bara eftir að spila 7 spil og alger synd að ég hafi ekki náð að klára þau.

Heildarspilasafnið telur nú 272 spil og hefur þeim því fjölgað um 50 stykki frá því á sama tíma fyrir ári. Nú fer ég af stað í þriðja skiptið með það göfuga markmið að klára að spila öll spilin sem eftir eru þannig að í þessu 272 spila safni sé ekkert spil sem ég hef ekki spilað.

Hér að neðan er listinn fyrir þetta árið, en hann samanstendur af 26 spilum. Eins og síðustu tvö árin ætla ég að skrifa um hverja spilaupplifun fyrir sig … og nú ætla ég að standa við það að spila þau öll á þessu ári  :-)