Spilað fyrir allan peninginn (2017) – 2/39: Eminent Domain: Microcosm

EminentDomain_Microcosm01Eminent Domain: Microcosm er lítið stutt tveggja manna spin-off af spilinu Eminent Domain sem kom út fyrir nokkrum árum. Upphaflega Eminent Domain finnst mér ansi gott deck builder spil þannig að þegar ég sá á Kickstarter að verið væri að safna í þessa tveggja manna útgáfu gat ég ekki setið á mér og tók þátt í hópfjáröfluninni, sérstaklega þar sem verðið var temmilegt. Samkvæmt kynningunni á Kickstarter síðunni átti þarna að vera komið frábært tveggja manna spil sem tæki bara 10 mínútur að spila. Eftir góða bið barst spilið loksins og beið að sjálfsögðu í dágóðan tíma í safninu áður en ég náði að spila það, þrátt fyrir að spilið ætti bara að taka 10 mínútur í spilun.

Það sem hefti mig í því að koma því á borðið voru blessaðar relgurnar, en eins einfalt og lofað var að spilið væri voru reglurnar langt frá því að vera einfaldar. Alla vega voru upphaflegu reglurnar skrifaðar svo óljósar að útgefandinn fann sig tilneyddan til að gefa út endurskrifaðar reglur stuttu eftir að spilið kom út. Engu að síður mátti ennþá ruglast á ýmsu. Upphaflega vantaði t.d. alveg skilgreiningu á ákveðnum hugtökum í spilinu.

EmDom_Microcosm04

Ég tók prufukeyrslu á Eminent Domain: Microcosm fyrir nokkru með vini mínum og náðum við að dröslast í gegnum það án þess þó að átta okkur fullkomlega á því hvernig ætti að spila spilið. Þetta gengur út á að kanna plánetur og safna í stokkinn sinn alskyns spilum sem hjálpa manni að ná lengra. Upplifun okkar af spilinu var ekkert sérstök, líklega má að stærstum hluta skrifa það á ruglinginn með hvernig ætti að spila spilið, en engu að síður fannst mér spilið ekki ná að gera það sem var lofað. Nenni varla að gefa þessu meiri séns, það eru bara til of mörg góð tveggja manna spil sem gefa mér meira en Eminent Domain: Microcosm.

EmDom_Microcosm05

Comments are closed.