Spilað fyrir allan peninginn (2016)

spiladfyrirallanpeninginn2016_logoNú í febrúar eru komin 4 ár síðan ég startaði þessari síðu og byrjaði að skrifa um borðspil. Spilasafnið og áhuginn á spilum hefur samhliða skrifunum farið jafnt og þétt vaxandi. Nú er svo komið að spilasafnið telur samtals 298 spil, en í fyrra var þessi tala 272. Ég hef því bætt við 26 spilum síðasta árið.

Árið 2015 spilaði ég 134 borðspil samtals 445 sinnum, samanborið við 237 spilanir á 106 spilum árið 2014 en það er aukning upp á 88% á milli ára. Engu að síður eru ennþá nokkur spil í safninu sem ég á eftir að prófa. Árið á undan voru það 26 spil (sjá færsluna hér), en þá tókst mér ekki að klára að spila allt á listanum áður en árið var liðið.

Því færast 12 spil frá þeim lista yfir á þetta árið og 21 ný bætast við. Heildarlistinn telur því 33 spil, en þau má sjá hér að neðan. Fimm þessara spila eru meira að segja af listanum árið 2014 og alveg kominn tími til að prófa þau. Nú er bara að láta hendur standa fram úr ermum og klára þetta!