Spilað fyrir allan peninginn (2017)

spiladfyrirallanpeninginn2016_logo2Á þeim fimm árum sem ég hef haldið þessari síðu úti hef ég verið misduglegur við að skrifa. Stundum koma tímabil þar sem ég skrifa lítið sem ekkert og stundum er ég alltaf eitthvað að skrifa. Frá því í apríl á síðasta ári hef ég verið afskaplega óduglegur og er þetta örugglega eitt lengsta þurrkatímabilið í skrifum frá því ég byrjaði. Ástæðan fyrir þessari löngu þurrkatíð er m.a. flutningur fjölskyldunnar í maí sl. og öll vinnan sem hefur farið í að koma okkur fyrir á nýjum stað. Spilasafnið fékk sérherbergi eins og sjá má hér á myndinni. Eftir því sem tíminn hefur liðið hefur svo reynst erfiðara og erfiðara að setjast niður og skrifa.
SpilasafnÞví var ég alvarlega að íhuga að hætta þessu endanlega en er ekki alveg tilbúinn til þess. Bæði finnst mér skemmtilegt að halda síðunni úti og vonandi hafa einhverjir gaman af henni. Einnig náði ég aldrei að klára almennilega síðasta ár, þ.e. að spila öll spilin í safninu (sjá færslu hér) og skrifa um þau sem átti eftir að spila. Því ákvað ég að reyna einu sinni enn að koma mér í gang og setja saman lista yfir óspiluðu spilin í safninu.

Eitthvað bættist við safnið á síðasta ári, á meðan ég hef líka losað mig við eitthvað af spilum. Í dag eru þau samtals 288 stykki, en á sama tíma í fyrra voru þau 298 þannig að eitthvað fer þeim fækkandi. Listinn yfir óspiluðu spilin telur í heildina 39 og eru þau tekin saman hér að neðan.Inis 

Comments are closed.