Spilað fyrir allan peninginn – 34/39:20th Century

20thcentury01Hægt og rólega saxast á listann góða, núna í vikunni mættu til mín tveir spilafélagar, Davíð og Eddi og spiluðum við m.a. 20th Century, sem er spil sem ég keypti fyrir 2.000 kr. á sumarútsölunni í Nexus síðasta sumar.  Mér fannst einhvern veginn allt frekar fráhrindandi við spilið við fyrstu skoðun, hönnunin framan á kassanum fannst mér frekar óspennandi og umfjöllunarefnið; ruslhirða og endurvinnsla var heldur ekki að kveikja í mér.  En fyrir 2.000 kr. þá lætur maður nú vaða í ýmislegt … og reyndar seldi það mér spilið að vissu leyti að það er gefið út af Czech Games Edition sem er tékknesk spilaútgáfa sem gefur hefur gefið út þó nokkuð af góðum og áhugaverðum spilum, m.a. Dungeon Petz og
Tzolk’in: The Mayan Calendar.

20thcentury02

20th Century: Lokaumferðin

20th Century gengur sem sagt út á að leikmenn byggja upp landsvæði og borgir og þurfa að sjá til þess að landið þeirra fyllist ekki af rusli og verði mengun að bráð.  Í hverri umferð eru boðnar upp landslagsflísar sem leikmenn keppast um.  Þær geta verið misjafnlega góðar eins og gengur og gerist, geta innihaldið borgir sem gefa af sér pening, vísindapunkta eða stig.  Með hverri landslagsflís fylgir svo rusl í formi svarts kubbs sem leikmenn verða að reyna að losa sig við fyrir enda spilsins, annars geta þeir fengið fyrir þá mínusstig í lokin.  Leikmenn hafa einnig kost á því að næla sér í tækni í hverri umferð, en tæknin getur verið af ýmsum toga, brýr, lestir, sorphirða, auka vinnuafl til að virkja aukaborgir o.s.frv.  Tækninni getur fylgt meira rusl og mengun, en henni getur einnig fylgt blóm í haga, þannig að landsvæði leikmanns nýtur góðs af.

20thcentury03

20th Century: Landsvæði þess bláa, 9 borgir mannaðar og ekkert rusl

Spilað er í fimm umferðir og sá leikmaður sem hefur tekst best upp við að halda landinu sínu hreinu og mengun í lágmarki hlýtur að öllum líkindum flest stig, en stig eru gefin eftir aðra og fjórðu umferð ásamt því að gefin eru lokastig í lok spils.  Eins og svo oft vill verða hjá okkur þremur hafði Eddi sigur, Davíð varð í öðru sæti og sóðinn ég dró lestina með fæst stig og mesta mengun.

20thcentury05

20th Century: Þrír ruslakubbar hjá rauðum

20th Century er alveg ágætisspil.  Það er að ýmsu að huga, í hverri umferð er farið í gegnum nokkur skref og hefði ég alveg þegið að hafa lítið spjald þar sem skrefin eru listuð upp, þarf að kíkja á Boardgamegeek, það er alveg örugglega einhver nördinn þar sem búinn er að útbúa svoleiðis spjald.  Allt í allt, ágætt spil … kostakaup alla vega fyrir 2.000 kr.

Eftir af listanum standa þessi fimm spil, ætli ég verði ekki að reyna að vera duglegur yfir páskana …

 Panic Station


Swat


Mystery Express


Taj Mahal

Get Nuts

One thought on “Spilað fyrir allan peninginn – 34/39:20th Century

  1. Pingback: Spiladagbók: Brewster's Millions borðspiliðBorðspil.is