Spilað fyrir allan peninginn (2013)

Í febrúar er ár liðið frá því ég hleypti þessari síðu af stokkunum.  Á þessu ári hef ég verið virkari í að spila heldur en ég hef nokkru sinni verið áður.  Mér telst til (með dyggri hjálp frá Boardgamegeek) að árið 2012 hafi ég spilað 79 spil u.þ.b. 188 sinnum (með einhverjum smá skekkjumörkum).

lasvegas4

Spilasafnið telur nú 177 spil og fjölgaði þeim þó nokkuð á síðasta ári, enda stórar innkaupaferðir farnar bæði til Flórída og Essen.  Þó svo ég hafi verið duglegur að spila eru ennþá 39 spil í safninu sem ég hef ekki spilað.  Þar sem það virðist vera í tísku þessa dagana að setja sér einhver háleit markmið þá hef ég ákveðið að taka mig á í þessum efnum og ætla mér að klára að spila öll spilin sem ég á eftir að spila áður en fleiri bætast í safnið.  Þaðan kemur sem sagt titillinn á þessari færslu „Spilað fyrir allan peninginn“ þar sem það er einmitt markmiðið, að nýta nú það sem maður hefur keypt sér.  Einnig er ég búinn að ákveða að kaupa ekki fleiri spil fyrr en þessu verkefni er lokið … sem verður örugglega svolítið erfitt þar sem spila-kaupa-kláðinn segir alltaf reglulega til sín.  Þess vegna er nú markmiðið að vera ekki lengi að þessu og verðlauna mig svo með því að kaupa eitthvað nýtt og gott spil, enda er bróðir minn búinn að bjóðast til að taka með sér spil frá Lúxemborg þegar hann fer þangað í mars og því verður maður að fara að bretta upp ermarnar til að ná þessu  :lol:

Hér að neðan eru öll óspiluðu spilin, ég er nú viss um að innan um þetta eru bæði slök spil sem og mjög góð spil.  En þetta kemur allt í ljós, enda ætla ég að vera duglegur að skrifa um þessi spil hér á síðunni eftir því sem mér tekst að saxa á safnið, en ég stefni að verklokum áður en mars gengur í garð … Game on!

Uppfært: Hérna má sjá uppraðaðan lista yfir spilin.Brigde Troll


Yggdrasil


Notre Dame


Egizia


Rat Hot


Drum Roll


Louis XIV


Tournay


Macao


Panic Station


A Fistful of Penguins


Power Grid – The First Sparks


Hawaii


1655 Habemus Papam


Swat


Air King


King of the Elves


Dungeon Petz


Mystery Express


The Cave


The Legend of Landlock


Lord of the Rings


Felix the Cat in the Sack


Taj Mahal


Ra


Key Largo


20th Century


The Princes of Florence


Modern Art


Oh Pharaoh


Clash of Cultures


Intrigo


Pyramid


Magic Hill


Gang of Four


Wooly Bully

Get Nuts

Dixit Jinx

Infinite City

17 thoughts on “Spilað fyrir allan peninginn (2013)

 1. Pingback: Spiladagbók: Spilað fyrir allan peninginn - 1/38 Pyramid » Borðspil.is

 2. Pingback: Spiladagbók: Spilað fyrir allan peninginn - 3/39 Macao » Borðspil.is

 3. Pingback: Spiladagbók: Spilafélagið Æ Gosi hittist » Borðspil.is

 4. Pingback: Spiladagbók: Spilað fyrir allan peninginn - 12/39 Egizia » Borðspil.is

 5. Pingback: Spiladagbók: Spilað fyrir allan peninginn - 17/39:The Cave » Borðspil.is

 6. Pingback: Spiladagbók: Spilað fyrir allan peninginn - 19/39:Intrigo » Borðspil.is

 7. Pingback: Spiladagbók: Spilað fyrir allan peninginn - 24/39:Yggdrasil » Borðspil.is

 8. Pingback: Spiladagbók: Spilað fyrir allan peninginn - 25/39:Notre Dame » Borðspil.is

 9. Pingback: Spiladagbók: Spilað fyrir allan peninginn - 26/39:The Legend of Landlock » Borðspil.is

 10. Pingback: Spiladagbók: Spilað fyrir allan peninginn - 28/39:Clash of Cultures » Borðspil.is

 11. Pingback: Spiladagbók: Spilað fyrir allan peninginn - 29/39:Dungeon Petz » Borðspil.is

 12. Pingback: Spiladagbók: Spilað fyrir allan peninginn – 34/39:20th Century » Borðspil.is

 13. Pingback: Spiladagbók: Spilað fyrir allan peninginn - 35/39:Get Nuts » Borðspil.is

 14. Pingback: Spiladagbók: Spilað fyrir allan peninginn - 39/39:Panic Station » Borðspil.is

 15. Pingback: Spiladagbók: Spilað fyrir allan peninginn (2014) » Borðspil.is

 16. Pingback: Spilað fyrir allan peninginn (2014) - 14/23: Mission: Red PlanetBorðspil.is

 17. Pingback: Spilað fyrir allan peninginn (2015)Borðspil.is