Spilaverslanir á Íslandi

logo

Á höfuðborgarsvæðinu eru aðallega tvær verslanir sem sérhæfa sig í borðspilum.  Fyrst ber að nefna verslunina Spilavini sem er staðsett á Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Skeifunni).  Þar er mikið úrval alls kyns spila fyrir mjög breiðan aldurshóp, allt frá yngstu fjölskyldumeðlimunum upp í þá elstu.  Það skemmir svo ekki fyrir að starfsfólkið er mjög hjálplegt og hægt er að fá að skoða nánast öll spil sem seld eru í versluninni og fá kennslu á þau í leiðinni.  Þannig er hægt að taka upplýsta ákvörðun í spilakaupunum.

Spilavinir eru með vefverslun og Facebook síðu.

Hin verslunin sem vert er að nefna er Nexus.  Nexus er staðsett Nóatúni 17 (þar sem Tölvulistinn var lengi vel til húsa) og er sannkölluð nördabúð  :grin:   Í Nexus er sérstök borðspiladeild þar sem hægt er að finna fjöldan allan af spilum.  Þar eru m.a. til ýmis stærri og flóknari spil, sem eru kannski ekki á færi allra að spila.  En úrvalið er gott og ekki sakar að drengirnir í Nexus eru mjög fróðir um borðspil.

Nexus er með Facebook síðu.

Skildu eftir svar