Stone Age

* er fyrir 2 til 4 leikmenn, 10 ára og eldri
* tekur frá 60 til 90 mínútum.

Stone Age kom út árið 2008. Spilið hefur fengið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar og var m.a. tilnefnt til hinna rómuðu verðlauna Spiel des Jahres (en það ár vann Keltis verðlaunin).

Enskar reglur fyrir Stone Age má finna hér.

Hægt er að fá Stone Age fyrir iPad.

Um spilið

Stone Age gengur út á að sjá fyrir ættbálknum sínum, senda vinnumenn út til að sækja hráefni og nota afurðirnar til að byggja upp þorpið sitt.

Hver leikmaður fær spjald sem táknar þorpið hans ásamt fimm vinnumönnum. Í hverri umferð eru þessir vinnumenn sendir á staði á stóra borðinu þar sem þeir geta sótt; mat, timbur, leir, stein og gull. Einnig er hægt að senda þá á akurinn til að auka matarframleiðslu hópsins, sem og í verkfærasmiðju til að ná í verkfæri. Svo má einnig senda tvo í „ástarhreiðrið“ til að búa til nýjan vinnumann sem svo er hægt að nota í næstu umferðum.

Fyrstu umferðirnar fara í að reyna að safna að sér hráefnum og auka matvælaframleiðsluna. Svo taka við kofabyggingar og kaup á „Civilization“ spilum sem gefa bæði af sér strax og eru einnig gríðarlega mikilvæg fyrir loka stigatalningu.

Hvað finnst mér?

Stone Age er að mínu mati eitt af betri spilunum sem ég hef spilað. Það virkar vel frá tveimur spilurum upp í fjóra. Það virðist í upphafi flókið þar sem valkostirnir eru svo margir, en um leið og maður er búinn að spila eina til tvær umferðir þá fer maður að sjá hvað þarf að gera til að ná árangri.

Niðurstaða

Mjög skemmtilegt og flott spil sem hentar breiðum hópi, er ekki of létt og ekki of flókið.

star_goldstar_goldstar_goldstar_goldstar_half
(Upplýsingar um stjörnugjöf á síðunni)