Timeline: Inventions

cover

Timeline: Iventions

* er fyrir 2-8 leikmenn, 8 ára og eldri
* tekur 15 mínútur

Um spilið

Timeline samanstendur af 109 litlum spilum.  Á hverju spili er mynd af ákveðnum hlut, t.d. uppfinningu eða byggingu.  Öðru megin á spilinu er bara mynd af hlutnum og heiti hans en hinum megin á spilinu er að auki að finna ártalið sem þessi ákveðni hlutur var fundinn upp.

5

Þráðlaus sending, framhlið og afturhlið

Hver leikmaður fær ákveðinn fjölda spila (fer eftir því hversu margir spila) og raða þeim fyrir framan sig, með ártalshliðina niður.

Svo er einu spili úr dreifibunkanum snúið við og lagt niður þannig að ártalið snúi upp.  Þar með er fyrsta árið í tímalínunni komið.

Leikmenn skiptast svo á að reyna að losna við sín spil með því að bæta við tímalínuna, aftan við, framan við eða á milli spilanna sem eru komin í borðið.  Ef leikmaður hefur rangt fyrir sér þarf hann að bæta á sig nýju spili.  Sá vinnur sem fyrstur er að losa sig við öll sín spil.

Tímalína

Hvað finnst mér?

Timeline: Inventions er mjög einfalt og stutt spil en hefur engu að síður töluvert skemmtana- og fræðslugildi.  Það getur verið ansi snúið að reyna að staðsetja ákveðna hluti á tímalínunni, hvort kom t.d. á undan rafhlaðan eða harmonikkan.  Það verður þó að segjast að eftir nokkur skipti fer maður að muna hvenær ákveðnir hlutir komu til sögunnar og um leið verður erfiðara að spila við nýja leikmenn án þess að rúlla tímalínunni upp.

Niðurstaða

Timeline virkar vel fyrir mjög breiðan aldurshóp, engar flóknar reglur og allir geta dottið inn í spilið um leið.  Við höfum spilað við börn niður í 7 ára gömul og fullorðna allt að 70 ára við góðar undirtektir.

Væntanlegar eru svo fleiri útgáfur af Timeline, s.s. Discoveries og Events.  Þá verður hægt að blanda öllum spilunum saman til að gera þetta ennþá meira krefjandi.  Enda lærast spilin smám saman eins og áður sagði, en með viðbótum verður hægt að halda Timeline lengur fersku.

[scrollGallery id=11 autoScroll=false thumbsdown=true imagearea=“imgarea“]

Aðrar upplýsingar:

Nánari upplýsingar um Timeline: Inventions eru að finna á Boardgamegeek.
Timeline fæst m.a. í versluninni Spilavinir
Hægt er að fá Timeline fyrir iPad

3 thoughts on “Timeline: Inventions

  1. Pingback: Spiladagbók: Meistarasmíðar og fjölskylduframapot í Tuscany » Borðspil.is