USA: Boston

USA: Boston

Í Boston heimsótti ég tvær spilabúðir, annars vegar The Compleat Strategist og hins vegar The Games People Play.

boston_thecompleatstrategist

The Compleat Strategis er staðsett aðeins fyrir utan miðborgina, nánar tiltekið í hverfinu þar sem Boston University er. Til að komast þangað tók ég grænu neðanjarðarlestina og fór út á Pleasant Street Station, en hún er bara alveg við búðina. Verslunin er staðsett inni í stórri byggingu þar sem maður gengur inn langan gang áður en maður kemur að búðinni. Það fer ekki mikið fyrir merkingum að utan og því auðvelt að yfirsjást hvar maður á að ganga inn í bygginguna til að enda á réttum stað. Úrvalið í The Compleat Strategist er gríðarlegt, háar hillur þekja alla veggi, en arna finnurðu ekki skákborð eða létt fjölskylduspil. Verðið er samt svolítið hátt, spil sem hægt var að panta á netinu á sæmilegu verði voru töluvert dýrari þarna.


View larger map

The Games People Play er staðsett í Cambridge. Verslunin er meira almenn spilabúð heldur en The Compleat Strategist, ýmis fjölskylduspil, púsl og taflvörur í boði. Úrvalið af þyngri spilum var ágætt, en ekkert í samanburði við úrvalið í The Compleat Strategist. Engu að síður ágætis búð.

boston_thegamespeopleplay


View larger map

Skildu eftir svar