Nusfjord væntanlegt í Big Box útgáfu

Header paragraph
Þriðjudagur 24. janúar 2023
Mynd
Nusfjord
Ekki er búið að birta myndir af nýja kassanum, en líklegast er að grafíkin breytist eitthvað

Þýski borðspilaframleiðandinn Lookout Spiele, sem gefið hefur út mörg af vinsælustu spilum Uwe Rosenberg tilkynnti á dögunum um Big Box útgáfu af Nusfjord.

Í kassanum verður grunnspilið, báðar eldri viðbæturnar: Plaice og Salmon sem gefnar voru út 2018 og 2020. Einnig er áformað að gefa út tvær nýjar viðbætur: Trout og Besokende, en Besokende er eftir Tony Boydell og hafði verið gefin út sem prenta-og-spila útgáfa fyrir nokkru.

Lookout hefur gefið út að spilið sé áætlað í öðrum ársfjórðungi 2023 en Ashmodee Norður Ameríka hefur gefið út að spilið komi út á þriðja, sem gefur til kynna að spilið komi fyrst út á þýsku áður en það skríður yfir Atlantshafið.

Viðbæturnar sér

Þeir sem eiga grunnspilið geta keypt viðbæturnar í tveimur aðskildum pökkum, Nusfjod: Expansion Collection #1 og Nusfjord: Expansion Collection #2 og er það kærkomin kostur fyrir þá sem langar bara í nýja efnið. Þeir hafa greinilega hlustað á óánægjuraddirnar þegar þeir gáfu út Isle of Skye: Big Box en í þeim kassa er einmitt ein ný viðbót sem ekki er (enn) hægt að kaupa sér.