
Spiladagbækur, Fréttir, Kickstater og Nýtt í hillunni
Við munum keppast við að skrifa skemmtilegar færslur í spiladagbókina, færa ykkur nýjustu fréttir úr borðspilaheiminum, hvað er að gerast á Kickstarter og hvað er nýtt í hillunni hjá okkur.
Dream-chaser er næst í endurútgáfuröðinni á LOTR: The Card Game

Úthafið er sögusviðið í endurútgáfuröð Fantasy Flight á Lord of the Rings: The Card Game spilinu, en þau hafa verið dugleg að endurpakka og endurútgefa fyrri sögur í þessu vinsæla kortaspili.
Nemesis orðið að þríleik!

Þriðji hluti af hinni æsispennandi vísindaskáldsögu og hryllings seríu, Nemesis er á leiðinni í hópfjármögnun í lok árs 2023! Nemesis: Retaliation
Ethnos endurútgefið sem fornleifauppgraftarspil!

Space Cowboys hafa tilkynnt að þau ætli að endurútgefa Ethnos en nú með fornleifauppgraftar-þema! Þú þarft að ákveða hvort þú búir til litla leiðangra fyrir snöggar úrlausnir eða stærri leiðangra sem eru mun nákvæmari en tekur lengri tíma að setja saman.
Akropolis er sigurvegari As d'Or 2023

Akropolis eftir Jules Messaud, sem fékk töluverða umfjöllun frá þeim sem mættu á Origins hátíðina og UK Games Expo í fyrra hefur unnið As d'Or 2023, sem er spil ársins í Frakklandi.
Það snöggfrysti í Garðabænum
Mán 13. mar 2023 til Sun 19. mar 2023

Það snöggfrysti í Garðabænum á þriðjudag þegar við settumst niður og byrjuðum leiðangurinn okkar til Frosthaven. Tvær frábærar spilanir af þessu frábæra spili auk tveggja annara var afrakstur síðustu viku.
Vikan er ekki búin fyrr en á sunnudagskvöldi
Mán 06. mar 2023 til Sun 12. mar 2023

Vikan var róleg framan af og ég hélt lengi vel að ég myndi ekki ná nema í mesta lagi þremur spilunum. En eins og oft áður skipast fljótt veður í lofti og áður en sunnudagur leið undir lok voru átta spilanir komnar.
"Eitt á dag"
Mán 27. feb 2023 til Sun 05. mar 2023

Fín vika þar sem ég náði "einu á dag", eða sjö spilunum á einni viku. Ég er með keppnina "Eitt á dag" í BG-Stats appinu og er rétt að halda í að hafa spilað eitt á dag frá áramótum, komnar 63 spilanir, 302 eftir á 300 dögum. Sjáum til hvernig það gengur að halda í það :-)
Ef þyngdin fengi að ráða ...
Mán 20. feb 2023 til Sun 26. feb 2023

Náði ekki að spila eins mikið um helgina og mig langaði, en náði samt að koma á borðið tveimur af þyngstu spilunum sem ég á, einu spili aftur á borðið og svo einu sem ég hef beðið eftir með eftirvæntinu í marga mánuði. Það telst mér vera góð vika.
Topp 100 listi Hilmars (2022) - 60-51

Sex lækka hér, eitt er nýtt og þrjú sem færa sig upp í mót í þessum tug, sem einnig er síðasti tugurinn í lægri helmingi þessa lista. Greinilegt er, miðað við þessi fimmtíu sem komin eru, að töluvert þarf til að spil komist inn á listann. Sjáum til hvernig topp 50 lítur út ;-)
Topp 100 listi Hilmars (2022) - 70-61

Hér eru aftur tvö ný, eitt sem lækkar sig aðeins, fjögur sem hækka aðeins og þrjú sem taka þvílík hástökk að annað hefur bara ekki áður sést (á þessum lista).
Topp 100 listi Hilmars (2022) - 80-71

Tvö ný, mikið af hástökkvurum og tvö spil sem falla aðeins niður á listann einkennir þennan bunka af topp X.
Topp 100 listi Hilmars (2022) - 90-81

Eitt nýtt, nokkur sem skríða inn á topp 100 en annars bara gamlir vinir sem búnir eru að vera hér í nokkurn tíma.
Hvernig verður topplisti til?

Þar sem ég er á fullu að henda inn Topp 100 listanum mínum frá árinu 2022 langaði mig aðeins til að hripa niður hvernig ég geri listann og hvaða ákvarðanir ég nota þegar ég er að raða honum saman.
Frosthaven, fyrstu kynni

Nú eru tveir mánuðir síðan Frosthaven kom út og þó ég hafi aðeins komið því á borð tvisvar(þriðja skipti seinna í kvöld) þá þykir mér það lofa góðu. Frosthaven, eða fimbulfriðlendið eins og við vinirnir erum gjarnir að kalla það, er legacy spil frá Cephalofair Games og er óbeint framhald af Gloomhaven.
Ívan Bjarni Jónsson bloggar um fyrstu upplifunina af Frosthaven.