Sumarbústaður um verslunarmannahelgi

Skrifað af admin þann

Mán 31. júl 2023 til Sun 06. ágú 2023

Það er alltaf gaman þegar man nær góðri spilaviku og það skemmir ekki fyrir að komast í sumarbústað um verslunarmannahelgi. 14 góðar spilanir með vinum og fjölskyldu, hvað er hægt að hugsa sér betra?

Mynd
Frosthaven - Gameplay 6

Frosthaven

3
2

Scenario 24 og 34 spiluð og við unnum bæði. Fórum til Frosthaven og byggðum upp. Ég er tilbúinn fyrir fyrsta leikmanninn sem sest í helgan stein, það mun gerast í næsta skipti sem við komum til Frosthaven. Hlakka alveg pínu til, það er fínt að leggja Geminate og fá nýjan leikmann til að leika við.

10/10

Mynd
Tainted Grail: Fall of Avalon

Tainted Grail: The Fall of Avalon

2
1

Við Karólína héldum áfram leið okkar um Avalon. Við erum farin að ná tökum á spilinu og því gengur okkur alveg ágætlega. Búin með kafla 1 og erum að reyna að finna útúr hvernig við finnum lausnina á kafla 2. Þetta er frábært söguspil!

9/10

Mynd
Quacks of Quedlinburg, The

The Quacks of Quedlinburg

5
1

Ég hafði ofan af börnunum með spilum á meðan fullorðna fólkið eldaði. Quacks er bara svo frábært spil, jafnvel þó svo að ég sé næstum alltaf að spila grunn-galdrabækurnar og aldrei með viðbótum. En mig langar samt aðeins að komast lengra áfram og spila með viðbótum og kannski amk. að komast í næsta þrep galdrabókanna.

8/10

Mynd
BARABAR

BARABAR

2
1

Spil sem kennir mannréttindi. Fullt af alvöru fólki úr mannkynssögunni sem er í spilinu. Spilið er mjög vel teiknað en það er samt ekki mikið "spil" þarna. Minnir helst á Rory's Story Cubes. Kveikti ekki í mér sem "spil" en ég sé að hægt sé að nota það sem til kennslu í sögu- og félagsfræðigreinum.

5/10

Mynd
Chrononauts - 1

Chrononauts

2
1

Spilið kemur frá Looney Labs, útgefanda Fluxx. Og spilið er svolítið mikið .... Fluxx. Dragðu spil og spilaðu spili. Þú getur spilað út "artifacts". En svo ertu líka að fikta í tímalínunni. Það eru 32 spil sem þú raðar upp í tímaröð sem hafa eitthvað með alheimssöguna að gera, frá 189x - 2008. Ef þú breytir hluta af sögunni geta aðrir hlutir riðlast. T.d. hvað myndi gerast ef Kennedy hefði ekki verið myrtur? Eða Lennon? Eða Lincoln? Hvað hefði gerst ef Þjóðverjar hefðu unnið stríðið?

Leikmenn spila sem tímaferðalangar og þeir hafa eitt ID og eitt verkefni. Leikmenn þurfa að uppfylla annað hvort. ID-ið þeirra gæti farið fram á að tveir viðburðir í tímanum séu "breyttir" og einn sé réttur. Verkefnið gæti verið að hafa fjóra hluti fyrir framan sig.

Einfalt spil með húmorinn í lagi og alveg smá "spil" undir öllu.

6/10

Mynd
Chrononauts - 2

Early American Chrononauts

2
1

Ég á líka Early American Chrononauts. Sama spil, sami hönnuður, aðeins önnur bragðtegund. Nú er sögusviðið Bandaríki Norður-Ameríku frá 1800-1908. Þar að leiðandi er spilið aðeins amerískara. En gangverkið er að öllu leyti sama og í Chrononauts.

6/10

Mynd
1960: The Making of the President - 1
Mynd
1960: The Making of the President - 2

1960: The Making of the President

2
1

Ég er að fara að kenna námskeið í EHÍ í næstu viku sem kallast "Notkun borðspila við sögu- og félagsfræðikennslu í framhaldsskólum" fyrir framhaldsskólakennara. Sem kannski útskýrir pínulítið öll þessi söguspil sem ég er búinn að vera að spila upp á síðkastið.

Vegna þess hafði ég "afsökun" til að kaupa mér 1960: The Making of the President (af því að ég þarf afsökun til að kaupa mér spil). Spilið er svæðisstjórnunarspil með handstjórnun. Þemað er þarna en það er ekkert mjög þykkt á og væri hægt að skipta því út fyrir annað þema, en samt virkar þemað ágætlega. Þú ert að spila annað hvort Kennedy eða Nixon og ert að afla þér kjörmanna um gervöll Bandaríkin og reyna að vinna forsetakosningarnar. Öll spilin tengjast beint kosningabaráttunni og hjálpar þemanu talsvert, þó þú lesir ekki allan textann.

Spilið er þrælfínt og ég mæli með ef þú hefur gaman af svæðis- og handstjórnunarspilum.

7.5/10

Mynd
Legacy of Yu - 1
Mynd
Legacy of Yu - 3

Legacy of Yu

1
1

Önnur spilun af þessu frábæra spili. Gekk töluvert betur núna enda aðeins með meiri athygli á hvað þarf að gera. Mér finnst frábært hvernig Garphill gerir spilin sín þannig að þú færð auðlindir (verkamenn, mat, tré, múrsteina etc.) með spilum og aðgerðum og svo spilar þú bara þangað til allir reitir eru búnir og allar auðlindirnar. Þá er umferðin búin og hægt að hefja næstu.

Einn sigur og eitt tap enn sem komið er. Það er nóg eftir.

8.5/10

Mynd
Harry Potter: Hogwarts Battle

Harry Potter: Hogwarts Battle

1
5

Ég er kominn með 15 spilanir af Harry Potter en hef aldrei komist lengra en í kafla þrjú. Ég er alltaf að kenna spilið. HP er eitt af betri samvinnu-stokkasmiðunum (Pant vera blár, þið kannski kynnið ykkur það ;-) ) og frábært til kennslu á stokkasmiðum. Við náðum ekki alveg að klára vegna þess að yngstu spilararnir voru orðnir pínu mikið þreyttir, en þá styttir man bara spilið og tekur út nokkra vonda kalla.

8/10

Mynd
Pandemic Legacy: Season 1
Mynd
Pandemic Legacy: Season 1 - 2

Pandemic Legacy: Season 1

4
2

Við hófum þessa ferð fyrir ári síðan og við náðum að klára júní og júlímánuð núna, með sigri í bæði skiptin. Sigurinn í júlí kom samt ekki fyrr en á síðasta spili! Vá hvað þessi saga er enn frábær. Ég er s.s. búinn að spila Season 1 43 sinnum, þetta er í fjórða sinn sem ég fer í gegnum þessa sögu! Í júní komu upp úr kassanum spil og hlutir sem ég man bara ekkert eftir! (Þökk sé ADHD :-D )

Ef þú hefur ekki prófað PL: Season 1 þá hvet ég þig til að prófa. Ef þú ert "búin" með spilið hvet ég þig til að prófa aftur. Það er ekkert skrítið að spilið er nr.2 á topplista BGG!

10/10

Mynd
Dinosaur Rawr'n'Write - 1
Mynd
Dinosaur Rawr'n'Write - 1

Dinosaur Island: Rawr'n'Write

2
1

Við Hildur erum á alveg rosalegu kasta-og-skrifa rússi og næsta spil sem við prófuðum var Dinosaur Island: Rawr'n'Write (hræðilegur titill samt). Spilið er vel í anda mömmunar, Dinosaur Island. Þú kastar teningum til að fá auðlindir: peninga, DNA og öryggi, notar DNA til að búa til risaeðlur, öryggið til að auka öryggi í garðinum og peninga til að kaupa tæki og sölubása í garðinn. Þetta spil verður klárlega í einhvern tíma í safninu.

7.5/10

Mynd
ArchRavels

ArchRavels

2
1

Frábær settasafnari. Þú ert að kaupa garn til að geta prjónað vettlinga, trefla, bangsa ofl. Þegar þú ert einu sinni búin að prjóna uppskrift getur þú "lært" hana og þá verður auðveldara að prjóna hana næst. Þú getur að meira að segja rakið upp eitthvað sem þú prjónaðir áður og notað garnið aftur.

Það eina sem ég gagnrýni er að kraftarnir sem koma með leikmönnunum eru ekki alveg jafnir og það kom svolítið í ljós síðast, minn leikmaður var ekki alveg eins sterkur og Hildar. En spilið er samt gott og þemað myndi klárlega draga einhverja að borðinu eingöngu fyrir það.

7.5/10