Topp 100 listi Hilmars (2022) - 60-51

Sex lækka hér, eitt er nýtt og þrjú sem færa sig upp í mót í þessum tug, sem einnig er síðasti tugurinn í lægri helmingi þessa lista. Greinilegt er, miðað við þessi fimmtíu sem komin eru, að töluvert þarf til að spil komist inn á listann. Sjáum til hvernig topp 50 lítur út ;-) 

# 60
Mynd
Lord of the Rings: LCG

The Lord of the Rings: The Card Game

Nýtt á lista

The Lord of the Rings: The Card Game er samvinnu-ævintýraspil þar sem leikmenn reyna að klára eina atburðarrás, hver með allt að þremur hetjum að eigin vali og stokk af bandamönnum, viðburðum og viðhengjum til að styðja þá. Í hverri umferð senda leikmenn hetjur sínar og bandamenn til að leita að eða berjast við óvini sem finna þá. En þar sem hetjurnar og bandamennirnir þreytast eftir leit, vörn eða árás eru valkostir leikmanna ekki nægir til að takast á við allt í einu. Þess vegna þurfa þeir að gera upp við sig hvort það sé mikilvægara að ná framförum í atburðarrásinni, berjast við óvini eða reyna aðrar brjálaðar ákvarðanir án þess að vita hvað kemur næst.

The Lord of the Rings: The Card Game er "lifandi kortaspil" þar sem ný ævintýri koma reglulega. Grunnspilið inniheldur þrjár atburðarrásir, tólf frægar persónur úr verkum J.R.R. Tolkien (þar á meðal Aragon, Legolas, Gimli, Denethor og Eowyn) og fjóra fyrirframsmíðaða stokka. Leikmenn geta annað hvort notað þessa stokka eða smíðað sinn eigin til að auka líkurnar á að ná árangri í erfiðari atburðarrásum. Allt að fjórir spilarar geta spilað í einu.

Þrátt fyrir að spilið gerir í Miðheimum Tolkiens eru atburðarrásirnar ekki beint upp úr bókunum heldur eiga þær sér stað á sautján árum frá 111 ára afmæli Bilbós þar til Frodo fer frá Skírinu.

Ég elska kortaspil, sérstaklega þau frá FFG. Bæði get ég setið endalaust yfir spilunum til að smíða nýja stokka og einnig er einstaklega gaman að spila með stokkunum. Spilið spilast mjög mikið öðruvísi en t.d. Arkham Horror LCG, þannig að það er mjög auðvelt að heillast að báðum leikjunum. Ég er ekki mjög tengdur sögunum sjálfum, ég hef einu sinni séð þríleikinn í heild sinni, en það er óþarfi til að hafa gaman af þessu spili. Ég hef gaman af spilum sem segja sögu og það er auðvelt að endursegja það sem gerðist í spilinu sem einstaka sögu.

# 59
Mynd
51st State

51st State: Master Set

2021: # 51

Heimurinn sem þú þekkir er ekki lengur til. Það er engin ríkisstjórn. Enginn her. Engin siðmenning. Bandaríkin eru hrunin og nú, þrjátíu árum eftir að stríðið hófst reyna ný vold loksins að ná yfirráðum yfir rústum landsins og reyna að koma á nýrri ríkisstjórn og reyna að búa til nýtt land, nýtt ríki: 51. ríkið.

51st State er kortaspil þar sem leikmenn stjórna einum af fjórum fylkingum sem eru að reyna að byggja upp landið. Leikmenn setja nýja staði niður í borðið hjá sér, ráða sér leiðtoga og senda fólk til að vinna í byggingum til að fá hráefni og nýja hæfileika. Til að það sé hægt er hvert spil í 51st State með þrjá mismunandi möguleika: Byggja byggingu til að fá hæfileika til að nota í hverri umferð, fá hráefni úr byggingunum eða jafna þær við jörðu til að fullt af hráefnum einu sinni.

Enn eitt kortaspilið. Þetta spil kom í staðinn fyrir Imperial Settlers enda er það byggt á því. Fjölnota spil, þemað (framtíðin þar sem allt er komið í skrúfuna) er skemmtilegt og spilin eru með flotta grafík. Fyrir utan að spilið spilast frekar hratt miðað við önnur spil og nær samt að klóra á ýmsum stöðum sem mér finnast áhugaverðir.

# 58
Mynd
Tapestry

Tapestry

2021: # 42

Búðu til siðmenningu sem á bestu söguna frá upphafi mannkyns og inn í framtíðina. Leiðirnar sem þú velur eru mismunandi en byggja á raunverulegum atburðum og/eða fólki. Siðmenningin þín er algerlega sérstök!

Í Tapestry byrjar þú með ekkert en kemur þér áfram á einhverri af fjórum framabrautum (vísindum, tækni, könnun og hernaði) til að ná smám saman betri ávinningi. Þú munt auka tekjurnar, byggja upp höfuðborgina, nýta ósamhverfu hæfileikana, vinna þér inn stig og fá ný veggtepp sem segja sögu siðmenningarinnar.

Ef þú skyldir ekki vera búin að pikka upp hvað heillar mig mest við Tapestry, þá er það ósamhverfan. Hægt er að setja saman endalausa möguleika af höfuðborgum og siðmenningum og hver þeirra er áhugaverð þó svo að auðvitað séu þær misáhugaverðar. Það pirrar mig ekkert að það hafi komið upp ójafnvægi á milli þeirra, ég er með lista til að framkvæma þær breytingar sem þarf. Viðbæturnar eru líka áhugaverðar, sérstaklega sú nr. 2 sem bætti við einni frambraut í viðbót: Menningu og listum. Síðasta viðbótin og innrétting í kassann eru á leiðinni til mín og ég hlakka til að fikta í henni og smíða innréttinguna.

# 57
Mynd
Power Grid

Power Grid

2021: # 34

Power Grid er uppfærð útgáfa af litaleik Friedmann Friese, Funkenschlag. Það fjarlægir vaxlitina úr netuppbyggingunni en heldur áfram sveiflukenndum hrávörumarkaði eins og í Crude: The Oil Game og spennan í uppboðshlutanum minnir á The Princes of Florence.

Markmið Power Grid er að sjá sem flestum borgum fyrir rafmagni þegar rafmagnsnet einshvers leikmanns nær ákveðinni stærð. Í þessari útgáfu merkja leikmenn fyrirfram teiknaðar leiðir milli borga til að tengja þær saman og bjóða síðan hver og einn í orkuver sem þeir nota til að knýja borgirnar.

Hins vegar, eftir að orkuverin eru keypt verða nýrri, skilvirkari orkuver fáanleg, þannig að ef þú kaupir ertu hugsanlega að gefa öðrum aðgang að betri orkuverum.

Það leið allt of langur tími þangað til ég settist niður til að spila Power Grid, eða Ticket to Light eins og það er kallað í spilahópnum mínum. Mér finnst uppboðsfasinn mjög skemmtilegur, það er gaman að sjá ný orkuver koma inn, en þau verða ekki endilega í boði í næstu umferð. Átta orkuver eru í boði í einu og þeim er alltaf raðað í hækkandi röð þannig að ef dýrt orkuver kemur upp ferð það í seinni röðina og verður ekki hægt að kaupa það strax. 

Það er töluverður útreikningur í spilinu, það hefði verið gaman ef hægt hefði verið að nota jafnari tölur og svo kom spilið líka með pappírspeningum sem eru alveg skelfilegir. En spilið er mjög gott, það er vel hægt að spila sex í einu sem er ekki oft í Euro spilum og allar spilanirnar hafa verið skemmtilegar. Spennan við hvort einhver kaupi það hráefni sem þú þarft til að knýja orkuverin þín er oft yfirþyrmandi.

# 56
Mynd
Pandemic: Fall of Rome

Pandemic: Fall of Rome

2021: # 43

Á hátindi valdatíma síns hafði Rómaveldi stjórn á meira en tveimur milljónum ferkílómetra af landssvæði þar sem yfir eitt hundrað milljónir manna bjuggu. Í gegnum aldirnar náði heimsveldið að koma fram með miklar framfarir í verkfræði, byggingalist, vísindum, listum og bókmenntum. Í upphafi 5. aldar höfðu áratugir af pólitískri spillingu, efnahagskreppa og of þunglamalegur her sett mikinn toll á stöðuleika heimsveldisins. Það ruddi brautina fyrir risastórar árásir frá árásagjörnum villimannaættbálkum sem að lokum leiddi til hnignunar Rómar. Nú erða borgarar, hermenn og bandamenn Rómar að sameinast til að vernda heimsveldið.
 
Með því að blanda saman samvinnuspilun Pandemic með nýju gangverki tekst Pandemic: Fall of Rome að grípa leikmenn með sér aftur í miðaldir og berjast fyrir stærsta heimsveldi allra tíma: Rómaveldi. Veikur her hefur skilið landamærin eftir opin fyrir innrás ótal ættbálka eins og Engilsaxa, Gota, Vandala og Húna. Þegar þú ferð í gegnum Rómaveldi verður þú að ráða her, styrkja borgir, mynda bandalög við ribbalda og takast á við innrásarhópa í bardaga.

Já það er nú ekki alveg jafnmikið þema í spilinu og lýsingin segir til um, það er þurrt eins og sandpappír. En skemmtilegt engu að síður. Nokkuð ljóst er samt að það er verið að mjólka Skjöldu gömlu með útgáfu spilsins þar sem það er bara verið að endurnýta gangverkið á upprunalega Pandemic spilinu. Spilið er samt alveg það mikið öðruvísi frá Pandemic að bæði eiga sérstakan stað í hillunni hjá mér. Nýju spilin eru ágæt líka en það er samt alveg mál að linni.

# 55
Mynd
Anachrony

Anachrony

2021: # 63

Það er langt liðið á 26. öldina. Jörðin er að jafna sig eftir hörmulega sprengingu sem útrýmdi meirihluta íbúanna fyrir mörgum öldum síðan og gerð megnið af yfirborðinu óbyggilegt vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Þeir sem lifðu af skipulögðu sig eftir fjórum róttækum hugmyndafræðum kölluðum Paths, til að endurbyggja heiminn eins og þeim sýndist. Samlyndi, yfirráð, framfarir og hjálpræði. Fylgendur þessara fjögurra leiða lifa í friði, viðkvæmum þó, en nánast í algjörri einangrun hvort frá öðru. Eini fundarstaður þeirra er síðasta stóra borgin á jörðinni, nú þekkt sem höfuðborgin.

Með því að kveikja á dularfullum tímasprungum sem opnuðist í kjölfar hamfaranna getur hver leið (path) snúið aftur til ákveðinna augnablika í fortíðinni. Það getur hraðað framförum þeirra til  muna en of mikil afskipti geta stofnað tímasamfellunni í hættu. Framfarir eru samt mikilvægari en nokkru sinni fyrr, ef trúa má hinum dularfullu skilaboðum sem berast í gegnum tímasprunguna: Enn hræðilegri hamfarir eru yfirvofandi, smástirni sem ber hið dularfulla efni Nifteróníum er á leið til jarðar. Jafnvel skrítnara er að vísindamenn hafa greint orkumerki smástirnisins og það það samsvarar sprengingunni fyrir öldum síðan ...

Hér er á ferðinni alveg bráðskemmtilegt verkamannaspil. Þemað nær manni nokkuð vel, þú getur ferðast fram í tímann og fengið lán hjá sjálfum þér (sem þú verður að borga), það eru flottir Mech-ar sem þú setur verkamennina þína í til að ferðast um yfirborð jarðar og bara allt gangverkið er vel heppnað. Það er klárt að Mindclash kann að búa til flott spil.

# 54
Mynd
Merchant of Venus

Merchant of Venus (Second Edition)

2021: # 131

Merchant of Venus notar marga skemmtilega þætti til að binda saman skemmtilegt spil. Leikmenn taka að sér hlutverk geimkaupmanna sem færa skip sín í gegnum samtend kerfi og uppgötva framandi heima til að eiga viðskipti við. Þegar leikmenn byrja að afla meiri peninga með því að afhenda vörur í einstöku framboðs- og eftirspurnarkerfi er hægt að nota tekjurnar til að kaupa betri skip og búnað (skildi, leysibyssur, vélar o.fl. ) og smíða eigin geimhafnir sem flýta fyrir viðskiptum og verksmiðjur sem búa til betri vörur. Hægt er að spila eftir afbrigði sem leyfir bardaga á milli leikmanna. Sá sem fyrst nær mestu heildarverðmæti í peningum og hafnar-/verksmiðjubréfum vinnur spilið.

Einn af þeim leikjum sem ég spilaði mikið í Sinclair Spectrum var leikur sem heitir Juggernaut. Þú keyrðir flutningabíl um borg í Bretlandi, safnaðir vörum á einum stað og keyrðir þær á annan: "Taka upp og afhenda" (Pickup and deliver). Og það er það sem þú gerir í þessu spili. Það er uppfullt af heppni (teningar, tengingar) og spilaborðið getur verið mjög random, en mér finnst það samt svo einstaklega skemmtilegt að ég gríp hvert tækifæri til að koma því á borðið. 

# 53
Mynd
Dead of Winter

Dead of Winter: A Crossroads Game

2021: # 19

Dead of Winter er meta-samstarfs, sálfræðilegur leikur um að komast af. Leikmenn eru að vinna saman að einu ákveðnu sigurskilyrði, en auk þess er hver og einn með persónulegt leynimarkmiði sem gæti tengst einhverju sálfræðilegu frekar en einhverju sem er skaðlaust öðrum í nýlendunni. Hættuleg þráhyggja sem gæti sett aðalmarkmiðið í hættu, löngun til skemmdarverka eða það er verst af öllu: Hefnd gegn nýlendunni. Leikir enda með því að allir vinna, sumir vinna og sumir tapa eða allir tapa. Þú þarft að leggja eitthvað til fyrir markmið hópsins en láttu ekki hávaðaseggina ná yfirhöndinni, þeir eru venjulega aðeins að hugsa um sjálfan sig.

Ég byrjaði að spila Dead of Winter mjög fljótlega eftir að ég datt inn í áhugamálið enda hefur það fengið töluvert mikla spilun. Samvinnuspilunin er skemmtleg, það er mikil spenna í hverri umferð hvort við náum að uppfylla öll takmörkin og auðvitað er bölvaður svikarinn alltaf að eyðileggja fyrir okkur. Ég á bæði spilin og þau eru bæði frábær. Mig langar mikið að koma á stóru spili þar sem Warring Colonies viðbótin er notuð til að setja saman spilin í eitt ofurspil. Það gæti ekki endað öðruvísi en með frábærri spilaupplifun!

# 52
Mynd
First Class

First Class: All Aboard the Orient Express!

2021: # 36

Á fyrstu dögum tuttugustu aldar voru járnbrautir helsti ferðamáti yfirstéttarinnar. Lúxuslestar kepptust við að koma til móts við þarfir viðskiptajöfra, diplómata og kóngafólks. Stígðu inn í þennan heim og kepptu um að byggja lúxuslestalínur sem býður upp á fyrsta farrými. Leiðbeindu fyrirtæki þínu frá upphafi og til enda Austurlandahraðlestarinnar þegar þú framkvæmir aðgerðir í hverri umferð. Bættu vögnum við lestarnar, uppfærðu þá sem fyrir eru til að fá jafnvel enn meiri viðskiptajöfra, lengdu járnbrautirnar í átt að Konstaínópel og fleira. Takmarkaður fjöldi aðgerðarspila er í boði í hverri umferð þannig að þú verður að velja aðgerðirnar varlega. Það eru margar leiðir til að skora stig en aðeins sannur járnbrautarbarón mun ná flestum stigum og vinna.

First Class er kortaspil sem inniheldur þætti borðspila, sem skapar einstaka og kraftmikla upplifun í hvert sinn sem þú spilar. Spil tákna lestarvagnana og gefa sjónræna áminningu um vöxt heimsveldis þegar þau teygja sig út frá spilaborðinu. Þar að auki notar hver leikur af First Class aðeins tvo af fimm útskiptanlegum stokkum sem innihalda eiginleikaspil Hver stokkur býður upp á nýjar áskoranir til að byggja upp járnbrautarveldið. Einn leikur gæti fengið til að koma á móts við fræga fólkið og uppfylla samninga í leiðinni á meðan annar leikur biður þig um að taka á móti farþegum og farangri þeirra á meðan þú hrífst af morðgátu! Hver samsetning opnar margar mögulegar aðgerðir og veitir enn meira þemabragð. Farðu aftur til þess tíma þegar járnbrautir voru aðalmálið og stækkaðu heimsveldið þitt!.

# 51
Mynd
Vinhos

Vinhos

2021: # 27

Vinhos (portúgalska orðið yfir vín) er viðskipta- og efnahagsleikur um viðskipti í víngerð. Þrátt fyrir smæð sína er Portúgal á meðal fremstu vínframleiðendum heims. Á sex árum muntu takast á við uppskeru, rækta vínvið, ráða bestu vínfræðingana, fara á vörusýningar og sýna andstæðingunum að þú ert besti víngerðamaðurinn í öllum Kardimommubæ!

Sem vínframleiðendur í Portúgal þróa leikmennirnir víngarða sína og framleiða vín til að ná hámarkshagnaði. Markmið leiksins er að framleiða gæðavín sem hægt er að skipta fyrir peninga eða stig.

Aftur tekur þemað völdin, auk þess sem Vital Lacerda, einn af mínum uppáhalds höfundum, nær að fanga mjög skemmtilegt gangverk í samþættingu við þemað. Tvö víngerðarspil ná einstaklega hátt á listanum hjá mér, hitt hefur ekki enn verið nefnt .....