FUNTainment, München

Skrifað af Hilmar Kári þann
Mynd
FUNTainment, Munich 2
Mynd
FUNTainment, Munich 1

Það var gaman að koma í Funtainment verslunina í München á dögunum. Þetta eru í raun fjórar verslanir, ein selur bara Roleplaying hluti og bækur (allt á þýsku), ein selur Yugi-oh, Magic og önnur kortaspil, ein sérhæfir sig í tölvuleikjum og svo er borðspilahlutinn.

Eins og eðlilegt er eru flest spilana í versluninni á þýsku, enda er Þýskalandsmarkaðurinn risastór. En þau eru samt með mjög gott úrval af spilum á ensku og ég mæli sérstaklega með að líta við ef þú átt leið um München. Bæði eru þau með nokkrar gersemar í hillunum (ég fann t.d. ArchRavels þarna og tvær litlar viðbætur fyrir Rajas of the Ganges) og svo leynast líka eitt og eitt Kickstarter spil þarna líka.

Starfsfólkið var mjög hjálplegt og það var notalegt andrúmsloft þarna inni, sambærilegt það sem við fáum í íslensku verslununum. Verðin eru sambærileg og á Íslandi þannig að þú ert ekkert endilega að fara að gera einhver súper kaup þarna inni, nema bara ef þú finnur eitthvað sem vantaði í safnið.