Orcs Nest, London

Skrifað af Hilmar Kári þann
Mynd
Orcs Nest, London
Mynd
Orcs Nest, London 2
Búðin er pínulítil, seinni myndin nær næstum öllu verslunarsvæðinu.

Orcs Nest er staðsett á horninu á Charing Cross Road og Earlham Street, í miðborg Lundúna. Búðin er pínulítil, gólfplássið er varla 20fm, en hún er samt á tveimur hæðum. Úrvalið í búðinni er ekkert sérstakt, eiginlega bara vinsælustu spilin sem við fáum hvort eð er á Íslandi og verðin eru alveg sambærileg og á Íslandi. Ég hef komið í þessa verslun fjórum sinnum og bara einu sinni fundið eitthvað sem ég átti ekki til fyrir. Fyrir þá sem spila herspil er smá horn tekið frá fyrir þau, en mig grunar samt að þeir sem spili slík spil séu heldur ekkert of hrifnir.

Þessi verslun er ekkert sem þarf að kíkja sérstaklega í á ferðalagi til London, nema hreinlega að þú sért fyrir utan hana eða stödd á Charing Cross Road á milli Covent Garden og Leicester Square.