Akropolis er sigurvegari As d'Or 2023

Header paragraph
frétt
Mánudagur 27. febrúar 2023
Mynd
Agropolis - Gameplay
Agropolis er flísalagningaspil.

Akropolis eftir Jules Messaud, sem fékk töluverða umfjöllun frá þeim sem mættu á Origins hátíðina og UK Games Expo í fyrra hefur unnið As d'Or 2023, sem er spil ársins í Frakklandi. Önnur spil sem tilnefnd voru eru District Noir og That's Not a Hat. Akropolis hafði áður unnið verðlaun fólksins (People's Choice Award) á UK Game Expo í flokknum Besta fjölskylduspilið, auk þess sem það var einnig val dómnefndar í sama flokki á sömu hátíð.

Í flokknum Spil fyrir kunnáttufólk vann Ark Nova eftir Mathias Wigge en Carnegie og Federation voru einnig tilnefnd. Í flokknum Spil fyrir lengra komna vann Challengers! eftir Johannes Krenner og Markus Slawitscheck. Einnig voru tilnefnd Alice is Missing og Turing Machine.

Í barnaflokki vann Flashback: Zombie Kidz eftir Baptiste Derrez og Marc-Antoine Doyon en Magic Mountain og Stomp the Plank komu einnig til greina.

Við óskum öllum sigurvegurunum til hamingju, sem og þeim sem tilnefnd voru.