Ethnos endurútgefið sem fornleifauppgraftarspil!

Header paragraph
frétt
Þriðjudagur 28. febrúar 2023
Mynd
Archeos Society Box Cover
Vonandi gefur útlitið á kassanum einhverja von um að spilið fái andlitslyftingu

Eitt af þeim spilum sem oft fljúga undir radarinn hjá borðspilaáhugafólki er ævintýraspilið Ethnos, oft valið "ljótasta spilið" og það spil sem oftast er kvartað yfir grafískri hönnun á. Spilið sjálft er frábært, en lítur ekki vel út.

En nú hefur Space Cowboys tilkynnt að þau ætli að endurútgefa Ethnos en nú með fornleifauppgraftar-þema! Þú þarft að ákveða hvort þú búir til litla leiðangra fyrir snöggar úrlausnir eða stærri leiðangra sem eru mun nákvæmari en tekur lengri tíma að setja saman.

Í hverju geri þarftu annað hvort að ráða nýjan einstakling í leiðangurinn eða senda leiðangurinn af stað í rannsóknarferð með því að spila safni af eins lituðum spilum eða eins hlutverkum. Veldu leiðtogann vandlega þar sem þeir ákveða á hvaða svæði leiðangurinn er að grafa auk þess sem þeir veita sérstaka hæfileika fyrir hann. Öll spil sem þú notar ekki í leiðangurinn fara í frákastið þannig að aðrir leikmenn geti nýtt sér þau!

Space Cowboys hafa ekki gefið út hvort þau ætli að breyta einhverju frá upprunalega spilinu en vonandi fær spilið einhverja andlitslyftingu frá Ethnos.