"Ljóti andarunginn" verður að svani

Header paragraph
frétt
Þriðjudagur 25. apríl 2023
Mynd
Shipwrights of the North Sea - Redux Box Cover

Garphill Games og Shem Philips tilkynntu í gær, 24. apríl 2023, að ný, endurgerð útgáfa af Shipwrights of the North Sea muni koma út á næsta ári.

Í myndbandi sem þeir félagar Shem og Sam MacDonald sendu frá sér í gær viðurkenndi Shem að Shipwrights væri svolítið "ljóti andarunginn" í seríunni. Hann hafði spilað mikið af "take-that" spilum þegar hann var að hanna það og það skín svolítið í gegn.

Og því hafa þeir félagar ákveðið að endurgera spilið alveg frá grunni. Það mun enn hafa svipuð þematísk element, þú leikur víking sem er að byggja skip, en gangverkið er algjörlega endurhugsað og spilið því alveg nýtt spil, byggt eingöngu á þematískum grunni eldra spilsins. 

Gangverkið verður að mestu leiti vélar- og "tablau" uppbygging. Shem sagði í myndbandinu að hann hefði reynt að endurhanna spilið fyrir tveimur árum og mistekist en eftir að Legacy of Yu kom til sögunnar fór hann aftur að teikniborðinu og þá mótaðist hugmyndin betur.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig tekst til, það er alveg ljóst að Shipwrights stendur útúr spilalínunni frá Garphill Games sem það spil sem nær enginn spilar og spennandi að sjá fleiri tilkynningar eftir því sem líður á árið.