Nemesis orðið að þríleik!

Header paragraph
frétt
Þriðjudagur 28. febrúar 2023
Mynd
Nemesis: Retalation

Awaken Realms og höfundurinn Adam Kwapinski hafa tekið höndum saman í þriðja sinn og eru að fara af stað í hópfjármögnun á Nemesis: Retaliation, þriðja hluta af hinni æsispennandi vísindaskáldsögu og hryllings seríu. Lofa þau að eitthvað alveg nýtt sé að koma inn í hina vel smurðu Nemesis vél!

Í þetta sinn taka leikmenn að sér hlutverk vel þjálfaðra landgönguliða sem koma sér inn í hreiður geimveranna með strangar skipanir og bestu fáanlegu tól til verksins. En munu þau vera nógu undirbúin til að kljást við hjörðina sem bíður þeirra? Spennan er meiri en nokkru sinni áður þegar leikmenn berjast við að halda lífi gegn ofursterkum geimverum og líkunum á því að það sé svikari á meðal þeirra.

Nemesis: Retaliation fer í hópfjármögnun á fjórða ársfjórðungi 2023. Hægt er að fylgjast með verkefninu hér:  https://gamefound.com/projects/awaken-realms/nemesis-retaliation