Önnur viðbót fyrir Lost Ruins of Arnak!

Header paragraph
frétt
Laugardagur 25. mars 2023
Mynd
Lost Ruins of Arnak: The Missing Expedition

Fylgdu slóðinni til að komast að örlögum Professor Kutil og annara týndra könnuða í Lost Ruins of Arnak: The Missing Expedition

Í viðbótinni eru tveir nýjir könnuðir, hægt er að kanna nýjar leiðir á tveimur nýjum könnunarbrautum og byggja upp leiðangurinn með nýjum fjársjóðum, hlutum og aðstoðarmönnum.

Viðbótin gengur beint inn í grunnspilið en einnig er hægt að blanda henni rólega saman í herferðarhluta sem inniheldur sex kafla fyrir einn til tvo spilara sem spila í samvinnu við hvorn annan. Hver kafli inniheldur nýjar reglur, takmörk og leiðir til sigurs.

Viðbótin virkar einstaklega vel með fyrri viðbótinni, Expedition Leaders!