Teotihuacan fær viðhafnarútgáfu

Header paragraph
frétt
Þriðjudagur 28. mars 2023
Mynd
Teotihuacan Deluxe Game Box

Hið geysivinsæla spil Teotihuacan: City of Gods er mörgum spilurum kunnugt. Spilið er nr. 79 á vinsældarlista Board Game Geek og hefur fengið fjölda tilnefninga til verðlauna þó svo að fjöldi verðlauna sé ekki alveg jafn mikill.

Og nú er spilið að fá heljarins andlitslyftingu og "stóra-kassa" meðferð. Silkiprentaðir íhlutir, nýtt (og litríkt) spilaborð, öll grafík endurgerð og margt fleira er í þessari viðhafnarútgáfu.

Ekki hefur mikið meira verið gefið upp um innihald kassans, en hægt er að fylgjast með hópfjármögnunni á Kickstarter hér:  https://www.kickstarter.com/projects/boardanddice/teotihuacan-city-of-gods-deluxe-master-set

Mynd
Teotihuacan Deluxe Board
Töluverð uppfærsla hefur verið gerð á lita-pallettunni