Ticket to Ride: Legacy?!?

Header paragraph
frétt
Fimmtudagur 25. maí 2023
Mynd
Ticket to Ride: Legacy

Days of Wonder, útgefandi hinna geysivinsælu Ticket to Ride spila kom með mjög áhugaverða stiklu í dag sem á eftir að brjóta heilabúið í mörgum.

Ekki er mikið gefið upp í stiklunni. Heldur eru áhorfendur látnir giska á hvað mögulega er í vændum, og þá helst þegar höfundarnir þrír eru þuldir upp: Alan R. Moon, upprunalegi höfundurinn, Matt Lecock, höfundur Pandemic ofl og svo Rob Daviou, sem er þekktur fyrir vinnu sína á Legacy spilum eins og Pandemic Legacy, Betrayal Legacy, Risk Legacy og fleirum. 

Það er töluverð eftirvænting eftir næstu kynningu, en á meðan getið þið horft á stikluna aftur og aftur ....