Spiladagbækur

Við ætlum að reyna að halda spiladagbækur fyrir hverja viku, ekki ólíkt því sem birtist í "Hvað var spilað í vikunni ...." á Facebook. Þessar dagbækur verða þó mun ítarlegri en það sem við höfum skrifað þar, auk þess sem við getum birt myndir af spilununum hér líka.

Hjólin farin að snúast

Mán 24. júl 2023 til Sun 30. júl 2023

Mynd
Lisboa - Gameplay 4

Það er greinilegt að ég er að komast í gang aftur eftir talsverða lægð í spilum undanfarið og þriðja góða vikan hefur litið dagsins ljós. Nokkur ný og nokkur eldri eins og alltaf, eiginlega bara nokkuð fín blanda þó ég segi sjálfur frá.

Spilað á ferðalagi

Mán 17. júl 2023 til Sun 23. júl 2023

Mynd
Dice Kingdoms of Valeria

Jæja, það kom að því að ég náði að spila smávegis, enda sumarfrí í fullum gangi. Jafnvel ferðalag á westfirði stoppaði okkur ekki í að spila enda bara fínt að taka minni spil með í slík ferðalög. Þó fengu líka aðeins stærri að fljóta með og ég náði spili af skammarhillunni líka, það er alveg slarkfær árangur.

Eyðimörk ...

Mán 05. jún 2023 til Sun 16. júl 2023

Mynd
Overbooked 2

Einn og hálfur mánuður! Vá, hvað það hefur verið lítið að gerast hjá mér í spilunum :-( Fyrir utan það að safnið stækkar auðvitað jafnt og þétt! Jæja, nú er komið að því að spýta í lófana!

UKGE 2023

Mán 29. maí 2023 til Sun 04. jún 2023

Mynd
UKGE - Salur 1

Ég er svo óendanlega heppinn að geta stundum farið á borðspilaráðstefnur úti í heimi og þessa helgi var UK Games Expo, næststærsta borðspilaráðstefnan í Evrópu (á eftir Essen). Þar fékk ég aldeilis að spila mikið af skemmtilegu :-)

Tveggja vikna skammtur

Mán 10. apr 2023 til Sun 23. apr 2023

Mynd
Mechs vs Minions Gameplay 3

Stundum rennur saman það að ég spila lítið í vikunni og að ég er jafnvel eitthvað á flandri og því næ ég ekki alveg að taka saman hvað ég spilaði eina vikuna. Hér kemur því tvöfaldur skammtur.

Önnur frábær vika

Mán 20. mar 2023 til Sun 26. mar 2023

Mynd
Three Sisters gameplay

Enn ein frábær vika að baki. Tíu spilanir, í viku sem ég hélt ég gæti ekki spilað mikið í er auðvitað bara forréttindi. En þegar man á frábæran spilahóp og kærustu þar að auki sem finnst gaman að spila er það auðveldara en oft.

"Eitt á dag"

Mán 27. feb 2023 til Sun 05. mar 2023

Mynd
Dominant Species - Marine Gameplay

Fín vika þar sem ég náði "einu á dag", eða sjö spilunum á einni viku. Ég er með keppnina "Eitt á dag" í BG-Stats appinu og er rétt að halda í að hafa spilað eitt á dag frá áramótum, komnar 63 spilanir, 302 eftir á 300 dögum. Sjáum til hvernig það gengur að halda í það :-) 

Ef þyngdin fengi að ráða ...

Mán 20. feb 2023 til Sun 26. feb 2023

Mynd
On Mars 1

Náði ekki að spila eins mikið um helgina og mig langaði, en náði samt að koma á borðið tveimur af þyngstu spilunum sem ég á, einu spili aftur á borðið og svo einu sem ég hef beðið eftir með eftirvæntinu í marga mánuði. Það telst mér vera góð vika.